Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Side 10
an vilja á útrýmingu þeirra. Ef einhverjar villur eru meinlegar,
þætti mér vænt um að fá að vita þær skírt og greinilega, t. d. má
ekki þegja yfir því, ef farið er rangt með nöfn eða fæðingardaga.
Rétt er þó að undirstrika, að varla er hægt að endurbæta bók
fram á síðasta dag og kemur það verst niður á yngstu árgöng-
unum, sem hafa nú hvað mest umsvif á heimili og utan.
Ef til vill furðar einhver sig á því, að ekki skuli byrjað á fyrstu
árgöngunum og haldið áfram hægt og bítandi aftur eftir. Því
verður að svara þannig, að með því að grípa í hverri bók niður á
10 ára fresti, tengjast bækurnar miklu íleiri aðilum hverju sinni,
og verða því áhugaverðari fyrir mun breiðari hóp. Eins og fram
kemur af þessari bók, er í raun og veru byrjað á þeim árgöngum,
sem brautskrást á ártali er endar á núlli, þótt allra fyrsti árgang-
urinn, 1918-1919, sé að sjálfsögðu hafður fyrstur, eins og vera
ber. í næstu bók verður síðan byrjað á 1921, þá tekið 1931 og svo
framvegis, en árgangar þriðju bókarinnar enda á 2. Þannig verða
allir árgangar komnir til skila í 10. bók.
Upprunalega ætluðum við að láta kennara allra viðkomandi
ára fylgja. í Ijós kom þó, að það varð alltof viðamikið og ann-
markar margir. Að ráði varð, að helga kennurum frekar sérstak-
an allsherjarbálk í einhverri bókinni, en í þessari eru heimildir
um alla skólastjóra skólans frá upphafí og fyrstu kennarana.
Að lokum langar mig að þakka öllum þeim, sem lagt hafa hönd
á plóginn til að gera þessa bók sem bezta, einkum þó samstarfs-
manni mínum, Reyni Ingibjartssyni, en án hans meðhjálpar hefði
verkið tæpast orðið mikið meira en hugmyndin ein.
Bifröst, 22. maí 1972
Sigurður Hreiðar
6