Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Side 11
NEMENDASAMBAND SAMVINNUSKÓLANS
var stofnað 14. september 1958, að undangengnu starfi 5 manna
undirbúningsnefndar, sem í sátu Magnea Sigurðardóttir, Auður
Rut Torfadóttir, Jóhann Einvarðsson, Kristinn Guðnason og
Steinþór Þorsteinsson. Tilraun hafði áður verið gerð með slíkt
félag, en það náði ekki að skjóta rótum.
Tilgangurinn með stofnun NSS var að treysta bönd gamalla
nemenda við skóla sinn og efla kynni og skilning milli eldri og
yngri nemenda.
Ýmsum breytingum hefur nemendasambandið tekið frá stofn-
un, þó ekki sé miðað við annað en félagafjölda, sem hefur marg-
faldast frá stofnun, því Samvinnuskólinn hefur útskrifað 30-40
nemendur árlega síðan.
Nemendasambandinu hefur tekizt frá stofnun að halda uppi
félagsstarfi og er það vel, ef miðað er við hversu fjölbreyttur hópur
það er, sem er innan sambandsins. Ætlunin er því hér að geta þess
helzta, sem þar hefur fram komið til þessa dags.
Árið 1960 var ráðizt í útgáfu blaðs á vegum NSS. Var því valið
nafnið „Hermes“ og kom fyrsta blað þess út seinni part árs 1960.
Um fyrstu útgáfu sáu þeir Dagur Þorleifsson og Sigurður Hreiðar.
Með útgáfu Hermesar var stigið spor í rétta átt, því blaðið hefur
oft og tíðum verið það eina, sem þeir er úti á landsbyggðinni búa,
hafa fengið fyrir snúð sinn.
Það atriði, sem hvað mest hefur auðveldað allt starf NSS á
síðari árum, samfara auknum félagafjölda, var stofnun fulltrúa-
ráðs NSS, en það mun hafa verið samþykkt á aðalfundi sam-
bandsins 1967. í því eiga sæti einn fulltrúi fyrir hvern útskrifaðan
árgang sem síðan er tengiliður milli stjórnar og félaga við fram-
kvæmd á málefnum sambandsins.
Á sl. ári breyttist og bættist öll starfsaðstaða NSS með tilkomu
7