Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Side 12
félagsheimilisins Hamragarða. Hamragarðar var heimili Jónasar
Jónssonar frá Hriflu, fyrrv. skólastjóra, að Hávallagötu 24, sem
SÍS afhenti í júní 1971 starfsmannafélögum samvinnufyrirtækj-
anna í Reykjavík, svo og NSS, til afnota fyrir hina ýmsu félags-
starfsemi sína. Er öll starfsaðstaða í Hamragörðum til fyrirmynd-
ar. Þar er ágætur fundarsalur, setustofa, gufubaðstofa ásamt
billiardborði í kjallara, svo og smærri fundarherbergi sem félögin
hafa fyrir aðra starfsemi sína. - Verður þessi aðstaða án efa til að
efla allt starf NSS í framtíðinni.
Árlega heldur NSS uppi starfi m. a. með eftirtöldu:
Nemendamóti, sem venjulega er haldið í apríl hér í Reykjavík.
Leikhúsferóir. Á hausti hverju er félögum gefmn kostur á að
kaupa kort, sem gildir á ákveðna sýningu á hverju verki hjá leik-
húsunum tveimur í borginni. Hefur þetta verið mjög vinsæl ráð-
stöfun og fólk yfirleitt notfært sér hana.
Bekkjakvöld. Með tilkomu Hamragarða hófust hin svokölluðu
bekkjakvöld, en þá kemur saman ákveðinn árgangur eina kvöld-
stund.
íþróttaiðkanir. NSS hefur venjulega tekið íþróttasal á leigu tvö
kvöld í viku fyrir þá, sem áhuga hafa.
Skák, bridge og spilakvöld. Innan NSS er margt áhugafólk um
skák og bridge og eru því haldin bæði skák- og bridge-mót á
veturna, einnig eru haldin nokkur spilakvöld.
Árlega eru veitt tvenn verðlaun við skólaslit Samvinnuskólans,
það er annars vegar „samvinnustyttan", sem gefin var í fyrsta
sinn á áttræðisafmæli Jónasar Jónssonar frá Hriflu, 1. maí 1965
og veitist þeim nemanda, sem beztan námsárangur sýnir í sam-
vinnusögu, hins vegar „félagsstyttan", sem gefin var í tilefni af
50 ára afmæli Samvinnuskólans og veitist þeim nemanda er
fram úr þykir skara í félagsstörfum.
Merki og tákn nemendasambandsins er stuðlaberg og kemur
það fram í hring sambandsins, svo og á bréfsefnum og öðru slíku.
Að svo skrifuðu vonast ég til að menn séu að nokkru fróðari
um NSS.
í maí 1972
Kristín Bragadóttir.
8