Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Side 13
SKÓLAMAÐURINN JÓNAS JÓNSSON
Vafalaust munu flestir kalla Jónas Jónsson frá Hriflu stjórn-
málamann, er þeir skipa honum í fylkingu í sögunni. Þó má
með engu minni rétti nefna hann skólamann, sagnfræðing eða
rithöfund. Slíkur dilkadráttur skiptir ekki máli, heldur að hafa
það hugfast, að menn verða að hafa aðra vog og annan mæli-
kvarða til þess að meta hugsjónir og ævistarf Jónasar Jónssonar
en þvílíka skilgreiningu.
Þeir, sem nutu leiðsagnar hans í skólum, nema ef til vill fyrst
staðar við skólamanninn Jónas Jónsson, hugsjónaleiðtogann,
sem talaði til þeirra úr kennarastóliog vísaði til vegar um starfs-
hætti á leiðum mannfélagshyggju og samvinnustefnu, eða glöggv-
aði mönnum sýn til stórmerkja lista og sögu. En menn skilja
fljótlega, að sá hringur er allt of þröngur og verður ekki afmark-
aður. Stjórnmálamaðurinn og skólamaðurinn verða ekki sundur
skildir. Sá fyrrnefndi sat ekki sjaldnar á kennarastóli en hinn
síðarnefndi á þingi eða í ráðherrastól, og penninn var sameign
þeirra.
Þótt telja megi, að Jónas Jónsson bæri hæst á vettvangi stjórn-
mála, verður ekki fullyrt, að hann hafi þegar á mótunaraldrinum
báðum megin tvítugs stefnt að því að verða stjórnmálamaður,
eða í námi sínu í Danmörku, Englandi, Þýzkalandi og Frakk-
landi. Miklu fremur má leiða að því rök, að hann hafi hugsað
sér skólastarf, og að því hafi hugur hans og nám stefnt. Hin tíma-
brýna félagsmálabarátta nýfengins sjálfstæðis hlaut hins vegar
að hrífa hann með sér til virkrar málefnabaráttu. Hlutur hans í
baráttu ungmennafélaganna var miklu fremur kennarans og leið-
togans en foringjans í félagsstarfmu.
Kennarahlutur Jónasar er þó miklu mestur í skóla- og fræðslu-
starfi samvinnumanna. Þar áttu fulla samleið, að minnsta kosti í
9