Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Qupperneq 14
öndverðu, hugmyndir Jónasar um héraðsskólana og félagsmála-
og þjálfunarstöð samvinnumanna. Hvort tveggja mótaðist þó á
sinn hátt í deiglu reynslu og framkvæmda. En kjarni þessara skóla-
hugmynda var hinn sami — félagsvæðing og víðsýn menntun, er
leitaði fanga, jafnvíg á báðar hendur, í brunn innlendrar sögu-
reynslu og sjóð erlendrar kunnáttu. Að mótun þessara hugmynda
Jónasar um héraðsskólana, „borgaraskólana“, og skólastofnun
samvinnumanna verður síðar vikið.
Jónas Jónsson fæddist í Hriflu í Suður-Þingeyjarsýslu 1. maí
1885, yngstur systkina sinna. Foreldrar hans voru fátæk bænda-
hjón á rýrðarkoti, og árferðið þessi misseri í kaldasta lagi. For-
eldrar hans voru frændskyldir og að honum stóðu gildar ættir
bænda og presta, aðallega úr Eyjafírði og Þingeyjarsýslum. ís-
lenzkar ættir eru svo samanslungnar, að afburðamanna má
vænta úr svo að segja hvaða fjölskyldu þjóðarinnar sem er. Að
Jónasi Jónssyni stóðu hvorki verri né betri ættir en tugþúsund-
um meðalmanna í landinu, en nú þarf ekki að fara í grafgötur
um það, að Jónas hefur hlotið afburðagáfur í vöggugjöf úr hinum
fjölþætta erfðasjóði íslenzks kynstofns.
Uppeldisskilyrði þau, er Jónas naut, voru að dómi margra
ákjósanleg til þess að þroska góðar gáfur, og hann sjálfur var
aldrei í vafa um það, Hann taldi mega leita sígildra fyrirmynda
um þroskavænleg uppeldisskilyrði til íslenzkra heimila fyrr á
öldum. Heimili hans var fátækt, sparsamt og nýtið, en nauð herti
aldrei svo að fólkinu, að ekki gæti talizt bjargvænlegt. Vinna og
aftur vinna var boðorð dagsins, jafnt barna sem fullorðinna, en
frjálsar stundir og vetrarvökur helgaðar lestri jafnframt heimilis-
vinnunni. Foreldrar Jónasar voru bókelskt fólk, og á heimili
þeirra voru íslendingasögur, Passíusálmarnir, hugvekjur orð-
snjallra klerka og ljóð þjóðskálda taldir lífsnauðsynlegri hlutir
en nægtir til borðs og klæða. Akureyrarblöðin, Dagskrá Einars
Benediktssonar og Fjallkona Valdimars Ásmundssonar voru
munaður fólksins, sjónvarp kvöldsins. Til viðbótar komu nokkr-
ar hinar beztu bækur, sem út komu, og efni reyndust til að kaupa,
og mjög hækkaði hagur fátækra og lestrarfúsra heimila, þeg-
ar bókasafn Benedikts á Auðnum kom til skjala, og lestrar-
félag sveitarinnar miðlaði einnig góðum bókum. Veraldarsaga
Páls Melsteds veitti ungum huga fyrstu sýn um heima og aldir.
10