Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Blaðsíða 15
Allt þetta las drengurinn opnum huga og var bráðgjör að skiln-
ingi og minni, svo að á orði var haft.
í „Æviágripi", sem Jónas Kristjánsson hefur ritað um föður-
bróður sinn, segir hann meðal annars:
„Svo hefur Jónas komizt að orði við þann, er þetta ritar, að
áhrif þau, sem hann varð fyrir í æsku sinni hafi verið af fjórum
rótum runnin: Frá heimilinu, frá jörðinni, frá sveitinni og frá
héraðinu. Að sjálfsögðu blandast þessi áhrif saman með marg-
víslegum hætti, og oft erfitt að sjá, hvað þyngst er á metunum.
Þegar Jónas var barn tíðkaðist enn sá forni siður að færa frá
og hafa ær í kvíum. Jafnskjótt sem Jónas hafði aldur til sat hann
yfir ám og smalaði þeim kvölds og morgna, og hélt því áfram fram
yfir fermingaraldur. Kindur og kýr rásuðu um gervalla landar-
eignina, og á göngum sínum kynntist smalasveinninn heima-
högunum með miklu nánara móti heldur en nokkur börn gera
nú á dögum, jafnvel þótt alin séu upp í sveit. Þegar menn þekkja
hvern stein, hverja þúfu og hvern götuslóða á heilli jörð, þá
tengjast menn landinu með svo sterkum böndum, að engir geta
metið það fyllilega nema þeir, sem reynt hafa. Þetta fóstbræðralag
við náttúruna setti mark sitt á flesta íslendinga áður fyrr, og þegar
Jónas Jónsson hóf síðar ritstörf sín og afskipti af íslenzkum
þjóðmálum, þá áttu hraunmóarnir í Hriflu, sem hann hafði ungur
troðið á þunnum sauðskinnsskóm, sinn mikla þátt í að móta
stefnu hans í stjórnmálum og óbilandi tröllatrú á uppeldisgildi
íslenzkra sveita".
Jafnframt því sem Jónas óx á legg við mikla líkamlega vinnu
og lestur góðra bóka öllum frjálsum stundum, hlaut hann að
mótast af félagsmálavakningunni, sem fór eldi um sýsluna á
þessum áratugum. Kaupfélag Þingeyinga var að rísa á legg í
hörðum átökum við kaupmanna- og selstöðuvaldið, og hug-
sjónaboðun hinna þingeysku félagsmálamanna varð fermingar-
drengnum eins og dagrenning. Um þær mundir reis skáldskapar-
aldan í sýslunni líka hæst. Jón Trausti, Guðmundur Friðjónsson,
Jóhann Sigurjónsson, Indriði á Fjalli og Jón Þorsteinsson á
Arnarvatni voru í forystusveit á þessu tímabili þingeyskra skálda,
en á eftir komu Sigurður á Arnarvatni, Hulda, Sigurjón Frið-
jónsson og fleiri, sem voru Jónasi svo að segja jafnaldra. Allt
þetta hafði mikil áhrif á Jónas.
Jónas gekk ekki í barnaskóla, en lærði margt heima. Ung-
mennafélag starfaði með þrótti í sveitinni, en sagt er, að Jónas
tæki lítinn þátt í gleðskaparmálum þess. Þegar hann kom á
11