Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Síða 21
ingar en veita leiðsögn þegar þurfa þykir. Hann er ekki að heyja
sér próf og gráður, heldur reyna að „láta sér fara fram sem manni“.
Nemendur Ruskin-skólans voru flestir ungir menn úr félags-
samtökum vinnandi stétta að sækja sér forystuþrek í þessa félags-
legu þjálfunarstöð, svo að þeir gætu gerzt brjóstvörn vinnandi
manna í réttinda- og kjarabaráttu. Dennis Hird, skólastjóri, var
sósíalískur í skoðunum og taldi sósíalisma og kristindóm sam-
ferðahugsjónir, og kennsla hans og kenning í ritum var í því fólgin
að rökstyðja þennan skyldleika. Hann kenndi í fyrirlestrum og
frjálsum samræðum við nemendur. Hann var raunar marxisti og
sótti þangað kenningar sínar um þjóðfélagið og auðfræðina. Jónas
sagði um Ruskin-skólann:
„Af því að tíminn er stuttur þá er áherzlan lögð mest á að kenna
um þjóðfélagið, hvernig það hafi verið, hvernig það sé, og hvernig
það geti verið, og um þau lög, sem allir mannflokkar fylgja. Það
er held ég kölluð félagsfræði á íslenzku, en er eiginlega saga eða
sálin úr sögu eins og hún er bezt. Mér líkar fyrirkomulag skólans
mjög vel, kennslan tæplega eins, en hef mikinn tíma til að lesa
sjálfur“.
Skólanám Jónasar var þarna, svo sem verið hafði, með sér-
stökum hætti. Hann hlýðir ekki áhrifavaldi skólans í auðsveipni,
heldur velur og hafnar að eigin geðþótta af því, sem fram er reitt,
eftir sjálfstæðu og hörðu mati sjálfs sín um það, hvað vert sé að
nema og muna. Þetta sama viðhorf hefur ráðið allt frá því hann
gisti skóla fyrsta sinn, og þangað til hann kom alfari heim frá
skólanámi, víðlesinn, gagnmenntaður en án prófa. Allt nám hans
var sjálfsnám í fullum skilningi. Næmi hans var furðulega mikið
og minnið frábært. Það var engu líkar en hugur hans hefði margar
víddir eða bylgjusvið, er hann gat beitt samtímis. Þetta kom ekki
aðeins fram við nám á ungum aldri, heldur í öllu starfi hans síðar
á ævi.
Þennan vetur Jónasar í Ruskin-skólanum gerðist sá atburður,
að Hird skólastjóra var vikið frá skólastjórn og gefin að sök van-
trú, eða jafnvel guðlast, og siðspillandi áhrif á nemendur. Hættu
þá flestir nemendur að sækja skólann í andmælaskyni, og var
Jónas í þeim hópi, enda taldi hann sig geta haft fullt gagn af þeim
tíma, sem eftir var vetrar, við lestur á söfnum og kynni við menn.
Þótt þessi skólavist yrði stutt, sótti Jónas þó þangað þær skóla-
fyrirmyndir, er hann mat mest æ síðan og reyndi síðar að notfæra
sér.
2
17