Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Qupperneq 27
hættuleg kenning um það, hvernig þeir menn eigi að vera, sem
vilja láta telja sig fyrirmynd meðbræðra sinna ...“
Og síðan bætir Jónas við: „En freistum um stund að gleyma
þessum hindrunum. Setjum svo, að þessar stofnanir, sem nú bækla
manninn, væru fúsar til að sinna hverri sannri endurbót. Setjum
svo, að lög vanans hættu að bræða æskuna í mynd og líking und-
anfarandi kynslóðar . . .“
í þessari grein kemur menntahugsjón Jónasar glöggt fram.
Menntunin á að þjóna menningunni. Þekkingin á að efla siðbót
mannsins. Gömul kenning en ávallt ný: mannvit og þekking
hjaðna sem blekking, sé hjartað, sem undir slær, ekki með. Hann
telur skóla, sem ekki stefna þekkingarleitinni að siðrænu mark-
miði „bækla manninn“.
Jónas talar um „þrjár torfærur“ á menntaleið mannsins til
menningar. Hin fyrsta er að afla sér getunnar, aflsins til átakanna,
þjálfa sig til hugsunar og líkamlegs atgervis samfara því að afla
sér undirstöðufræðslu.
Önnur torfæran að læra „að þekkja heiminn", finna veg bjarg-
ræðis í lífínu, ná valdi á brauðstritinu.
Þriðja og mesta torfæran er þó eftir, þótt þessum áföngum sé
náð. „Það er að gera þig sannarlega hæfan til að lifa með öðrum
mönnum, að fá þann djúpa skilning á lífi annarra manna, að
þeirra sársauki og þeirra gleði verði þín hryggð og þín unun. Að
þú fáir sjónarhól utan við sjálfan þig, þaðan sem augað eygir lang-
ar leiðir vegi sína, vegi annarra manna, vegi þjóðar sinnar og
mannkynsins alls“, því að menningin „áfellir vægðarlaust eigin-
gjarna skaðræðismanninn, sem veikir heildina“.
Af þessum línum er auðráðið það viðhorf Jónasar, að félags-
hyggjan sé mestur og gildastur þáttur í menningunni. Það er krafa
hans, að skólar framtíðarinnar miði starf sitt við þennan kjarna.
Hann telur skólastofnanir, sem ganga á snið við þetta sjónarmið
og vanrækja siðvæðingu og samfélagsþjálfun í ákafanum við söfn-
un þekkingarmolanna, hættulegar manninum og oft og einatt
verri en engar. í þessu viðhorfi hans er einnig að fínna skýringu á
megnri andúð hans á því að gera námið að kapphlaupi að þekk-
ingarprófum. Guðmundur Sveinsson, skólastjóri í Bifröst, lét svo
um mælt í minningargrein um Jónas, að það hefði verið sannfæring
hans, að mælikvarðinn á árangur skólans væri ekki prófin, heldur
hitt, hve sterkt nemendur skynjuðu það, að skólinn væri ekki að
brautskrá þá frá námi, heldur beinlínis að búa þá undir enn mikil
vægara nám og innrita þá til þess. Allt kennslustarf Jónasar Jóns-
23