Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Side 33
ans mundi verða með tvennum hætti. Fyrst að glæða skilning á
samvinnu og einlægan vilja nemandans til að vinna við þá hreyf-
ingu, og í öðru lagi að veita algenga verzlunarskólamenntun.
Fyrra atriðið er það, sem greinir samvinnuskóla frá algengum
verzlunarskóla". Hann kostaði kapps um að fá reglusama og
þroskaða menn í skólann.
Jónas kenndi sjálfur samvinnusögu og félagsfræði, og yfirkenn-
ari var lengi Guðlaugur Rósinkranz, síðar þjóðleikhússtjóri, og
kenndi hagfræði. Að öðru leyti var kennaraliðið að mestu stunda-
kennarar, en þar á meðal voru löngum ýmsir afburðakennarar.
Að því var vikið fyrr í þessari grein, að Jónas Jónsson hefði
látið svo um mælt, að áhugi á því að koma fram umbótum í skóla-
málum hefði ráðið miklu um, að hann gekk með eldmóði til leiks
í stjórnmálum. Það sást og gerla, er hann hafði fengið stjórnar-
vald í hendur, að honum lágu þau mál þyngra á hjarta en önnur.
Hann kom inn í hægan straum þjóðlífsins og íslenzkra stjórn-
mála á árdegi sjálfstæðis þjóðarinnar, búinn mikilli heimanfylgju
og þroskaafla úr stórum hugarheimi sögu og nýrra hræringa. Hin
formlega sjálfstæðisbarátta var að komast í lokaáfanga, og hann
taldi þau úrslit einboðin. Önnur verkefni kölluðu því á stjórn-
málamanninn, ræktunarstörf á hinum nýja akri. Honum var mest
í hug að efla þjóðina að siðmati og lífsskilningi sannfrjálsrar og
sjálfstæðrar félagshyggjuþjóðar. Kynni hans af öðrum þjóðum,
einkum Engilsöxum höfðu sannfært hann um, að þjóðin væri
mjög varbúin í þessum efnum eftir langa áþján og harðleikna
einangrun. Hvors tveggja þurfti við - að taka fram gamla kyndla
og kveikja á þeim nýtt ljós, og láta hið bezta úr félagslegri heims-
menningu gæða hinn sterka, íslenzka menningarstofn nýju laufi.
Nýir skólar voru sú leið, sem hann vildi varða að því marki.
Hann hóf sáðmannsstarfið með greinum sínum í Skinfaxa, mál-
gögnum samvinnuhreyfmgarinnar og Tímanum, eins og hér að
framan hefur verið lítillega rakið, og það kom í ljós á næstu árum,
að áhrif þessarar boðunar höfðu orðið skjót og margföld vegna
ritsnillinnar og hugmyndaauðginnar, sem þjóðin teygaði af göml-
um og eðlislægum þorsta.
Á þessum grunni vildi Jónas glæða nýja trú þjóðarinnar á mátt
sinn til sjálfstæðs menningarlífs og stórskrefa inn í framtíðina
með framkvæmdum, sem gætu á skömmum tíma skilað henni
fram að hlið menningarlegra frændþjóða. Snjallar lýsingar um
þrótt og kjarnaþrek kynstofnsins, dregnar skýrum myndum úr
þjóðarsögunni eða daglegri lífsbaráttu, ásamt samanburði við
29