Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Page 43
KENNARAR FYRSTA ÁRIÐ
Arnór Sigurjónsson, f. 1. 5. 1893, að Sandi í
Aðaldal, S.-Þing. Fluttist þaðan með foreldr-
um sínum vorið 1906. For.: Kristín Jónsdóttir
og Sigurjón Friðjónsson. Maki: 25. 9. 1920,
Helga Kristjánsdóttir. Börn: Steinunn, Erlingur,
Sighvatur, Sólveig, Ingunn og Arnþrúður.
Námsferill: Gagnfræðingur frá Gagnfræðaskól-
anum á Akureyri 1914. Próf í bókmenntasögu
frá Kennaraháskólanum í Kaupmannah. 1921.
Skólastjóri Alþýðuskólans á Breiðumýri 1921-
24 og á Laugum í Reykjadal 1925-33. í launa-
málanefnd 1934-35, í skipulagsnefnd atvinnu-
mála 1935-37, við blaðamennsku og fleira 1937
-41, bóndi á Þverá í Dalsmynni 1942-51, full-
trúi á Hagstofu íslands 1952-63, ritstjóri Ár-
bókar landbúnaðarins 1950-63. Helztu rit:
Kennslubók í sögu íslendinga 1^4 útg. (1. útg.
1930). Árbók Laugaskóla, nefndarrit launa-
málanefndar og skipulagsnefndar atvinnumála.
Hvernig á að byggja landið (1939). Skýrslur
fiskimálanefndar (1937 og 1949). Þorgils Gjall-
andi (ævisaga). Á hverfanda hveli (þýðing).
Einars saga Ásmundssonar. Ásverjasaga, ævi-
ágrip Sigurjóns Friðjónssonar (í minningarriti
1967). Hefur séð um útgáfu á ritum Þorgils
Gjallanda, ævisögu Theodórs Friðrikssonar (í
Verum, Ofan jarðar og neðan), byggingarráð-
stefnunnar 1945.
39