Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Side 46
Jón Guðmundsson, f. 20. 7. 1889 í Reykjavík,
ólst upp á Vestfjörðum. d. 31. 10. 1971. For.:
Guðmundur Guðmundsson, ritstjóri á ísaflrði
og Rebekka Jónsdóttir frá Gautlöndum. Maki:
3. 3. 1934 Ásgerður Guðmundsdóttir, kennari.
Börn: Ólafur f. 15. 7. 1936, Solveig f. 5. 5. 1938.
Gagnfræðingur frá Akureyri 1911. Helztu störf:
Kennari barnask. og unglingask. á Húsavík
1911-13. Heimiliskennari á Gautlöndum í Mý-
vatnssveit 1912—‘ 13. Stundakennari v. Sam-
vinnuskólann 1918—‘ 19 og 1920-‘27. Stundaði
skrifstofustörf o. fl. hjá Pétri alþm. Jónssyni,
formanni K. Þ. á Húsavík 1911—‘14. Endurskoð-
andi hjá SÍS og jafnframt í eftirliti kaupfélag-
anna 1915—‘31. Endursk. í fjármálaráðun. 1931
-‘34. Síðan skrifstofustjóri í viðskiptamála-
ráðuneytinu.
Ólöf Jónsdóttir, Nordal, f. 20. 12. 1896 að Þing-
holtsstræti 27 í Reykjavík og ólst þar upp. For.:
Jón Jensson yfirdómari og Sigríður Hjaltadóttir
Thorberg. Maki: 20. 5. 1922, Sigurður Nordal,
prófessor. Börn: Bera f. 15. 5. 1923, d. 10. 10.
1928, Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, f. 11.
5. 1924, Jón Nordal, tónlistarskólastjóri, f. 6. 3.
1926. Námsferill: Stúdentspróf 1916, heimspeki-
próf í Kaupmannah. 1917, nám í vélritun og
ensku verzlunarnámi. Helztu störf: Að loknu
námi störf við Landsverzlunina, hafði þar með
höndum bréfaskriftir á íslenzku, dönsku og
ensku. Kenndi þá einnig dálítið ensku og vél-
ritun. Fór árið 1921 til Frakklands, dvaldi þar á
annað ár, kenndi þar frönskum prófessor ís-
lenzku og lærði sjálf frönsku. Eftir giftinguna:
Almenn húsmóðurstörf á íslandi og í Danmörku,
las prófarkir, vann talsvert að upplestri, bæði í
bundnu og óbundnu máli um mörg ár. Safnaði
saman eftirlátnum verkum Laufeyjar Valdi-
marsdóttur og sá um útgáfu þeirra, þýddi
Barrabas eftir Lagerquist og las það í útvarpi.
Dundaði við ritun smágreina, teiknun o. fl.
42