Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Page 47
UPPHAF SAMVINNUSKÓLANS
Strax er jeg hafði aldur til gekk jeg í Ungmennafélag
Reykjavíkur. Það var haustið 1910. Aldursmarkið var
sextán ár. Þar eignaðist jeg marga ágæta fjelaga og vini
til frambúðar, þó nokkur vanhöld yrðu á, svo sem kunnugt
er.
Meðal þeirra vil jeg í þessu sambandi helst tilnefna
Tryggva Þórhallsson, Jónas Jónsson og Guðbrand Magn-
ússon. Þá varð það og orsök til, að jeg kynntist mörgum
fleirum framámönnum Samvinnufjelaganna, og þá einkum
eftir að heildverzlun Sambandsins fluttist til Reykjavíkur
á árum hinnar fyrri heimsstyrjaldar með Hallgrím Kristins-
son í broddi fylkingar. Það er full ástæða til að geta þessa
hjer. Margar stoðir runnu undir stofnun Framsóknar-
flokksins, en stólparæturnar voru Pöntunarfjelögin, Kaup-
fjelögin og Ungmennafjelögin.
Það lá í hlutarins eðli, að Kaupfjelögunum bar nauðsyn
til að reka og halda uppi fræðslu- og áróðursstarfsemi
meðal almennings. Voru þeir þar einna fyrstir og fremstir
í flokki Sigurður Jónsson frá Yztafelli og Hallgrímur
Kristinsson, forstjóri Kaupfjelags Eyfirðinga. Sigurður
Jónsson, síðar ráðherra, fór víða um með fyrirlestrahaldi
og umræðufundum. En síðar stofnuðu þeir Hallgrímur
Kristinsson til námskeiða á Akureyri fyrir uppvaxandi sam-
vinnumenn með góðum árangri.
Brautryðjandi hugmyndarinnar um sjálfstæðan Sam-
vinnuskóla, hliðstæðan Verzlunarskólanum fyrir kaupmenn,
var þá Jónas Jónsson frá Hriflu, sem hann var lengst af
43