Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Blaðsíða 48
kenndur við. Vil jeg í því sambandi sjerstaklega minna á
grein hans í Tímariti Kaupfjelaganna, áttunda árgangi,
1914. Virðist þá þegar hugmynd hans um nauðsyn sjálf-
stæðrar samvinnumenntunar búin að ná fullum þroska,
Fyrstu forgöngumenn Pöntunar- og Kaupíjelaga voru
sjálfmenntaðir menn. Rótgróin bændamenning var þeim
í blóð borin. En skortur á almennum verzlunarfræðum
reyndust mörgum hinum fyrstu starfsmönnum Qötur um
fót. Almenn verzlunarfræði, bókhalds- vöruþekking og
viðskiptabrjefakunnátta getur að sjálfsögðu farið saman
fyrir kaupmenn og samvinnumenn. En gróðahugur kaup-
mennsku og almenningshagur samvinnumanna byggðist
á tvennskonar menntun og hugsunarhætti. Fjelagshyggja
samvinnumanna gerði sjálfstæðan samvinnuskóla nauð-
synlegan.
Jeg kynntist Hallgrími Kristinssyni fljótlega eftir að hann
flutti til Reykjavíkur. Er það skemmst frá að segja, að jeg
hefi ekki kynnst mörgum mönnum um dagana, sem jeg
met til jafns við hann. Það var mikill mannskaði er hann
fjell frá á bezta aldri. En maður kom í manns stað, þar sem
var Sigurður bróðir hans. En hverfum frá því.
Það vildi svo til, að á fyrstu árum „Tímans“, blaðs
Framsóknarmanna, tók jeg að mjer gjaldkerastörf blaðs-
ins. „Gjaldkeri“ reyndist þar vissulega rjettari titill en
„Fjehirðir“, enda munu fjárhagsörðugleikar vísast fylgja
hinum fyrstu árum flestrar blaðaútgáfu, og stundum
lengur þó. Leitaði jeg þá stundum á náðir Hallgríms,
þegar í harðbakka sló. S.Í.S. var þá ekkert stórveldi, og í
mörg horn að líta. Húsnæðið tvö herbergi í stórhýsi „Natan
og 01sen“, og starfslið fámennt. En alltaf var eins að koma
til Hallgríms, sama góðvild og fjör. Og skuldlaust var blaðið
við hann og hans fyrirtæki, þegar jeg ljet af gjaldkerastörf-
unum.
Þó dráttur yrði á skólastofnun frá því Jónas ritaði grein
sína 1914, sem áður var á minnst, ljet hann aldrei af á-
róðri fyrir hugmynd sína um stofnun samvinnuskóla. Og
þó máske væri óþarft, þá færði hann það á tal við mig, að
minnast skólamálsins, þegar jeg ætti tal við Hallgrím.
44