Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Síða 49
Vissulega skorti Hallgrím hvorki skilning nje áhuga á
nauðsyn samvinnufræðslu, en sagði, sem rjett var, að bæði
stofnkostnaður og rekstur skóla, sem að gagni mætti koma,
yrði óhjákvæmilega það hár, að S.Í.S. væri þess ekki um-
komið, að svo stöddu, að standa undir því. En þegar kom
að undirbúningi Sambandshússins við Arnarhvol, sá Hall-
grímur fyrir því að skóla og skólastjóra væri ætlað húsnæði
á efstu hæð.
Áður en til þess kom, að hægt væri að flytja í framtíðar-
húsnæði, sem leyfði fullkominn skólarekstur, stofnaði
Jónas til stuttra námskeiða, og var hið fyrsta haldið í hans
eigin íbúð, sem stóð auð veturinn 1917-1918. Það nám-
skeið stóð í þrjá mánuði, og var meir til vakningar en það
gæti kallast skóli, enda var Jónas jafnan andvígur tómum
lexíulestri og yfírheyrslum í kennslustundum. Um ung-
lingafræðslu var hann mótaður af lýðháskólahugmynd-
um Norðurlanda og enskum skólum, sem hann hafði
kynnst, og gætti þess ekki sízt um námskeiðin, áður en
flutt var í Sambandshúsið. Nemendur voru yfirleitt þrosk-
aðir og áhugasamir, kennarar vel hæfír, hver í sinni grein,
og tóku fæstir greiðslu fyrir sitt starf á þessu byrjunarstigi
við þröngan fjárhag. Mun jeg hvorki telja nöfn kennara
nje nemenda, enda aðgangur að því í skýrslum Samvinn-
unnar. En margir komust vel til manns, og urðu forustu-
menn í samvinnu- og stjórnmálum.
Árið 1918 má með rjettu telja stofnár Samvinnuskólans.
Þá var fyrst ákveðin sex mánaða skólavist, og var kennt
fyrst í húsnæði Iðnskólans, en flutt í marzmánuði í hið
nýja húsnæði í Sambandshúsinu, og á næsta ári skift í
eldri og yngri deild og hinni síðari tvískift vegna nemenda-
fjölda.
Jeg kendi við Samvinnuskólann tvö hin fyrstu ár, sænsku
og þýzku. Sænsku er unt að kenna á stuttum námstíma svo
menn verði læsir og óhræddir við málið, einkum þeim sem
eru læsir á dönsku. En þýzkan heimtar lengra nám, eink-
um vegna erfíðrar málfræði, þó er orðaforðinn um margt
áþekkur, og lestrarkunnáttan miklum mun auðveldari en
tal.
45