Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Side 51
HINN FYRSTI VETUR
Ég var nemandi í Samvinnuskólanum, skólaárið 1918-
1919, fyrsta árið, sem skólinn starfaði. Vegna spönsku
veikinnar, sem geysaði í Reykjavík haustið 1918, gat skól-
inn eigi byrjað fyrr en seint í desember. Nemendur voru
28, víðsvegar að af landinu. Skólahúsnæðið var ein, fremur
lítil stofa, í norðvesturhorni Iðnaðarmannahússins við
Tjörnina.
Kennarar við skólann voru: Jónas Jónsson frá Hriflu,
sem jafnframt var skólastjóri, Ásgeir Ásgeirsson, síðar
forseti, Jón Guðmundsson frá Gufudal, Héðinn Valdimars-
son, Guðbrandur Magnússon, Arnór Sigurjónsson og Ólöf
Jónsdóttir, síðar kona próf. Sigurðar Nordals. Allir kenn-
ararnir voru úrvalsmenn, sem létu sér mjög annt um kennsl-
una og að við nemendurnir nytum hennar sem bezt. Hug-
stæðastur er mér skólastjórinn, Jónas Jónsson. Hann hafði
þá þegar vakið talsverða athygli, m.a. með greinum sínum
í Skinfaxa, blaði ungmennafélaganna, sem hann ritstýrði
um nokkurra ára skeið, þar kvað við nýr, djarfur, ferskur
og hressandi tónn, sem áður var lítt kunnur. Jónas kenndi
félagsfræði, samvinnusögu og ensku, ef ég man rétt. Hann
hafði frábært lag á að gera kennslustundir sínar skemmti-
legar og lifandi. Einnig kunni hann furðu góð tök á því að
fá okkur nemendurna, sem margir voru feimnir og upp-
burðarlausir og vafalaust með óvitaða eða meðvitaða van-
máttarkennd, til þess að hugsa og álykta sjálfstætt og láta
í ljósi skoðanir frá eigin brjósti. Þótt okkur tækist þessi
framsetning eigin skoðana stundum fremur báglega, þá
47