Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Page 52
tók hann á slíku með svo mikilli mildi og nærgætni, að við
urðum varla varir við leiðbeiningar hans.
Þennan vetur hafði Jónas þann sið, að fá nemendur
skólans heim til sín, venjulega tvo eða fleiri saman úr sama
héraði. Mig minnir, að ég ásamt skólafélaga mínum úr Y-
ísafjarðarsýslu, kæmi tvisvar heim til Jónasar af þessu til-
efni. Ræddi hann við okkur um ástand og horfur í atvinnu-
og félagsmálum í okkar heimabyggð og lét okkur gera
grein fyrir því frá eigin brjósti. Jafnframt benti hann á það,
sem honum fannst þurfa að gera til úrbóta, ræddi um mögu-
leika til framkvæmda og hvatti okkur til athafna og dáða.
Á vegum Samvinnuskólans voru haldin svokölluð kaffi-
kvöld einu sinni, stundum tvisvar í mánuði. Auk nemenda,
kennara og margra gesta, mættu þar ýmsir þjóðkunnir
menn, sem fluttu erindi um ýmis mál, sem þá voru ofarlega
á baugi hjá þjóðinni. Á eftir erindunum voru svo almennar
umræður, sem voru oft bæði fróðlegar og skemmtilegar
og stóðu stundum fram á nótt. Man ég í þessu sambandi
eftir Sveini í Firði, Sigurði á Yztafelli, Pétri á Gautlöndum,
Tryggva Þórhallssyni, Hallgrími Kristinssyni, Ólafi Frið-
rikssyni og ýmsum fleiri. Sveinn hafði þarna framsögu í
Fossamálinu svonefnda, en hann var í Fossanefndinni, sem
þá var í þann veginn að skila umdeildu nefndaráliti um
vatnamálin. Tryggvi ræddi um landbúnaðarmálin, boðaði
þar nýja sókn í ræktunarmálum og verkmenningu. Hall-
grímur og Þingeyingarnir, Sigurður og Pétur, töluðu um
hin margþættu verkefni, sem samvinnufélögin þyrftu að
leysa á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins. Þessar samkomur
höfðu mikið gildi fyrir okkur til fróðleiks og vakningar.
Félagslíf innan skólans var fremur fáskrúðugt þennan
vetur, enda ytri skilyrði til þess ekki góð, þó voru málfundir
oft haldnir vikulega, á sunnudögum fyrir hádegi. Var þar
stundum glatt á hjalla og oft deilt all harkalega. Heldur
dró úr fundarsókn þégar leið á veturinn.
Skólastjórinn útvegaði okkur ókeypis aðgang að sund-
kennslu í Laugunum, en þá önnuðust þeir kennslu þar,
Páll Erlingsson og Erlingur sonur hans. Margir af okkur
nemendum notuðum þetta tækifæri, þótt ganga yrði fram
48