Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Side 57
1919
Benedikt Gíslason (frá Hofteigi),
f. 21. 12. 1894 á Egilsstöðum
Vopn. For.: Gísli Sigurður
Helgason frá Geirólfsstöðum í
Skriðdal og Jónína Hildur Bene-
diktsdóttir, bónda og póstaf-
greiðslumanns í Höfða á Völl-
um. Maki: 19. 11. 1921, Geir-
þrúður Bjarnadóttir frá Sól-
mundarhöfða á Akranesi. Börn:
Bjarni f. 25. 4. 1922, d. 18. 7.
1968, Hildur f. 15. 7. 1923, Lára
f. 4. 2. 1925, Sigríður f. 23. 3. 1926, Bergþóra f. 30. 4. 1927,
Árni f. 30. 12. 1928, Auður f. 11. 12. 1930, Hrafn f. 14. 12.
1933, Gísli Egill f. 14. 1. 1936, d. 3. 5. 1967. Steinarr f. 23. 8.
1937, Einar f. 15. 3. 1939. Sat í SVS 1918-1919, og var fyrsti
umsjónarmaður hans. Störf: Bóndi á Egilsst. í Vopn.
1921—‘28, í Hofteigi á Jökuldal frá 1928-‘44. Eftir það í
Reykjavík. Var í hreppsn. í Vopnaf. 1922-‘27 og átti þá
frumkvæði að vegalagningu frá Fossvöllum norður um til
Reykjavíkur. Hóf baráttu fyrir afurðaskipulaginu á fundi
á Egilsstöðum í jan. 1933. Átti frumkvæði að stofnun Bún-
aðarráðs, sem leiddi til Framleiðsluráðs landbúnaðarins og
Stéttarsambands bænda. Form. Bústofnssjóðsins og endur-
sk. kaupfél. og hreppsreikn. um tíma. Form. ungmennafél.
þar og Búnaðarfél. frá 1914. Flutti fyrirlestra á vegum SÍS
febr.-maí 1922. Var á Jökuldal í hreppsn. 1934—‘38 og for-
maður Búnaðarfélags. Stefnuvottur, og meðhjálpari í Hof-
teigskirkju. Starfaði í Reykjavík lengst af hjá Framleiðslu-
ráði landbúnaðarins, en varð að hætta 1958 vegna heilsu-
brests. Hefur verið framarlega í ræktunar og búskapar-
málum alla tíð og látið víða til sín taka. Hefur m.a. fundið
53