Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Page 63
Jón Benediktsson,
f. 16. 3. 1894 að Breiðabóli á
Svalbarðsströnd og ólst þar upp.
For.: Sesselja Jónatansdóttir og
Benedikt Jónsson. Var í SVS
1918—‘ 19. Bókhaldari hjá Kf.
Verkamanna á Akureyri 1919-
‘21. Hjá útgerðarverzl. Jóns E.
Bergsveinssonar, Ak. 1921—‘23.
Bókari hjá Dráttarbraut Akur-
eyrar 1931 og mörg ár eftir það.
Forstj. við útgerð Flóabátsins,
Akureyri 1932—‘38, og keypti flóabátinn Drangey. Kenndi
bókhald við Iðnskóla Akureyrar um 12 ára skeið. Hóf
lögreglustörf á Akureyri 1930, fastráðinn lögregluþj. 1934,
yfirlögregluþj. á Akureyri frá 1935 og til 65 ára aldurs. Var
einkaumboðsmaður fyrir norskt mótorfyrirtæki í 40 ár en
hætti því um áramót 1970—‘71. Gaf út tvær ljóðabækur,
Sólbráð 1952 og Bundið mál, 1968, hefur samið allmörg
sönglög og hafa nokkur þeirra verið sungin opinberlega.
Jón Björnsson,
f. 23. 6. 1898, að Ketilsstöðum,
Tjörnesi, S-Þing. For.: Björn
Árnason og Guðrún Jónsdóttir,
bæði þingeysk. Maki: 26. 12
1926, Sigríður Hallgrímsdóttir.
Börn: Árni Björn, Hallgrímur
Jóhann og Óli Þór. Sat í SVS
1918-T9. Störf og nám síðan:
Afgreiðslustörf 3 ár í verzlun
B. H. Bjarnason í Reykjavík.
Fjögur ár við járniðnað og vél-
virkjun (nám). Brautskr. úr Vélstjóraskóla ísl. 1933. Stund-
aði að námi loknu vélstjórn á stórum og litlum skipum og
vélum í landi um 35 ára skeið.
59