Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Page 71
Guðjón Guðbjörnsson,
(ekki Guðbjartsson, sbr. Sam-
vinnuskólinn 30 ára), f. 4. 5.
1897 að Kolbeinsstöðum í Kol-
beinsstaðahreppi, Snæfellsnesi,
ólst upp á Sveinsstöðum í Nes-
hreppi utan Ennis (nú eyðibýli).
For.: Guðbjörn Ólafur Bjarna-
son og Guðríður Helga Jóns-
dóttir. Maki: 10. 10. 1933 Matt-
hea Jónsdóttir. Börn: Þuríður
Jóna, f. 2. 2. 1936, Hólmfríður
Helga, f. 20.2. 1937. Sat SVS 1919-20. Störf áður: 1912-19
á árabátum og seglskútum, einkum frá Stykkishólmi og
Hellissandi. Nám og störf síðan: Stýrimannaskólinn 1920-
‘22, farmannapróf 1922. Skipstjórapróf í Brooklyn, USA
1926. Háseti á e.s. Borg 1922-23. Sigldi á sænskum, dönsk-
um og amerískum skipum frá 1924-‘29. Kom þá heim aftur
og var stýrimaður á Ægi, Súðinni, Esju og Snæfelli til 1940.
Var á Snæfelli í Kristiansand 1940, þegar Þjóðverjar her-
námu Noreg. Kom heim ásamt öðrum úr áhöfninni með
Esju frá Petsamo haustið 1940. Leiðsögumaður erlendra
skipa við ísland 1941. Yfirverkstjóri hjá brezka sjóhernum
frá 1941 til hausts 1945. Sá m.a. um björgun 31 skips og
viðgerðir 183 skipa. Stýrimaður á varðbátum og dýpkunar-
skipinu Gretti 1945 til 1947. Skipstjóri á Gretti 1948 til
1962, en hætti þá störfum vegna vanheilsu. Hafði þá á
ferli sínum haft meira eða minna með 272 skip að gera. Hefur
lítilsháttar fengizt við ljóðagerð, m.a. birt þau í Sjómanna-
blaðinu Víkingi.
Guðmundur Jónsson,
frá Veðrará, f. 14. 9. 1896 að Kroppsstöðum í Önundar-
flrði. Fluttist fjögra ára með foreldrum sínum að Veðrará
Ytri í sömu sveit og átti þar heimili til 38 ára aldurs, og er
oftast kenndur við þann stað. For.: Jón Guðmundsson frá
Ketilsstöðum og Guðrún Jónsdóttir frá Veðrará Ytri.
Maki: 21. 2. 1927, Ásta Þórðardóttir frá Breiðdal. Börn:
67