Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Síða 73
b.v. Þórólfi. Vinnumaður hjá fósturforeldrum sínum á
Alftanesi og bóndi þar síðasta árið, sem hann lifði.
Halldór Runólfsson,
f. 21. 11. 1897, í Böðvarsdal,
Vopnafirði og ólst þar upp. For.:
Runólfur Hannesson, bóndi frá
Böðvarsdal og Kristbjörg Pét-
ursdóttir frá Dalshúsum. Maki:
13. 4. 1924, Katrín Valdimars-
dóttir frá Bakka í Skeggjastaða-
hreppi. Börn: Valdimar R. og
Kristbjörg. Brautskr. úr SVS
1920. Störf síðan: Bóndi á Bakka
í Skeggjastaðahr. 1924—‘32 og á
Höfn í sömu sveit 1932-‘47. Annaðist einnig póst og síma-
afgreiðslu 1935-‘47. Starfsmaður á Pósthúsinu í Reykjavík
frá 1948-‘67.
Hreiðar Gottskálksson,
f. 9. 4. 1896, á Vatnshóli, A,-
Land. og ólst þar upp til 16 ára
aldurs, en fluttist þá til Vest-
mannaeyja. For.: Sigurbjörg Sig-
urðardóttir og Gottskálk Hreið-
arsson, búendur í Vatnshóli.
Maki: 13. 5. 1922, Helga Sigur-
dís Björnsdóttir, frá Grafarholti,
Mos. Börn: Kristrún, f. 24. 6.
1923, Sigurbjörg, f. 15. 4. 1925,
Gunnfríður, f. 6. 1. 1932 og
Sigurður Hreiðar, f. 28. 3. 1938. Sat SVS 1919-20. Störf
síðan: Bóndi í Mosfellssveit, byggði þar m.a. tvö nýbýli
Engi og Hulduhóla. Stundaði ýmis verkamannastörf í
Reykjavík og Mosfellssveit jafnhliða búskapnum. Bróðir
Sigurður sat SVS 1919—‘21, sonur Sigurður Hreiðar sat
SVS 1957-59.
69