Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Page 74
aTómas Jakob Benediktsson,
f. 24. 6. 1898, Ketilstöðum,
Hörðudal, fluttist 7 ára að Þor-
bergsstöðum, Laxárdal, Dal.
For.: Benedikt Kristjánsson og
Margrét Guðmundsdóttir. Maki:
Ágústa Kristjánsdóttir, Börn:
Sigurður Kristján. í SVS 1919-
‘20. Störf síðan: Frá 1930 verk-
stjóri við vegagerð til 1970. Bjó
einnig á Þorbergsstöðum í Dalas.
Vann eitt ár í Danmörku við
landbúnaðarstörf. Var í búnaðarskólanum á Hólum. Bræð-
ur, Ágúst og Kristján, sátu SVS sama vetur.
Jón Þorsteinsson,
f. 3. 7. 1898 að Örnólfsdal, Þver-
árhlíð, Mýras. For.: Þorsteinn
Hjálmarsson og kona hans, Elín
Jónsdóttir. Maki: 8. 11. 1924,
Eyrún Guðmundsdóttir. Börn:
Guðmundur, f. 10. 2. 1925,
borgardómari í Reykjavík. Sat
SVS 1918-1920. Nám og störf
síðan: Lagði stund á ísl. og
grísk-rómverska glímu hjá
Glímufél. Ármanni 1919-‘20.
Leikfimiháskólinn í Ollerup í Danmörku 1922-‘23. Frekara
íþróttanám í Tunsby, Finnl. og Mullers Institut, Kaup-
mannahöfn 1923. Lýðskólinn Voss, Noregi 1924. Hóf 1926
að kynna sér æfingar til að ráða bót á hryggskekkju, fékk
1934 takmarkað leyfi til lækninga á því sviði. Kenndi
glímu, leikfimi og Mullersæfingar hjá ungmennafél. á Vest-
íjörðum 1920-‘21. Kenndi sund á ýmsum stöðum í Borgar-
firði og á Þingeyri v/Dýrafjörð 1916—‘21. Stofnaði íþrótta-
skóla í Reykjavík 1924 og hefur starfrækt hann síðan, (hét
70