Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Page 75
fyrst Miillers-skóli, en íþróttaskóli Jóns Þorsteinssonar
síðan 1935). Aðalkennari í glímu og leikfimi hjá Glímufél.
Ármanni 1924-‘47. Einnig hjá ÍR og KR skemmri tíma.
Aðalkennari á íþróttanámskeiðum ÍSÍ, í Reykjavík 1924—
‘25 og ‘27-‘28. Heimsótti um tíma íþróttafélög á Norður-
og Austurlandi sem íþróttafulltrúi ÍSÍ. Hefur annazt sjúkra-
leikfimi fyrir hryggskökk skólabörn á vegum Reykjavíkur-
borgar frá 1932. Leikfimikennari lögreglunnar í Reykja-
vík 1930-‘45 og Stýrimannaskólans 1937—‘41. Hefur farið
fjölmargar sýningarferðir með glímu og fimleikaflokka hér-
lendis og erlendis frá því 1925. í skólanefnd íþróttakennara-
skóla íslands frá stofnun 1942. í milliþinganefnd um í-
þróttamál 1938-‘40. Átti sæti í stjórn Ármanns um skeið.
Riddari af Fálkaorðunni 1940, hlaut Lingiadeorðuna 1939,
gullmerki ÍSÍ 1948, heiðursfélagi Ármanns og íþróttakenn-
arafél. ísl. Rit: 3 kver um ísl. glímu 1925-‘26-‘27. Gefin út
á ísl. norsku, dönsku og þýzku. Viðbætir um þerring og
hörundsstrokur í Múllersæfingum 1925. Kaflarnir: Til
kennarans og Leikfimiæfingar í bókinni Skólaíþróttir I,
1941. Vaxtarrækt 1943. Bréf til leikfimiskennslu 1926 (starf-
Jóhannes Sigurðsson,
f. 22. 10. 1896 í Reykjavík, átti
þar heima til 1907 að hann flutt-
ist með móður sinni og stjúpa
að Arnarstapa í Álftaneshr. en
1908 að Urriðaá og átti þar
heimili til 1930, d. 2. 10. 1965.
For.: Guðríður Gunnlaugsdótt-
ir og Sigurður Jóhannesson.
Maki: 20. 5. 1932, Katrín Lúð-
víksdóttir. Brautskr. úr SVS
1920. Störf síðan: 1932—‘34 bóndi
á Hlíðarenda í Ölfusi, en fluttist þá til Reykjavíkur og
stundaði verkamannavinnu lengst af hjá Reykjavíkurborg.
rækti bréfaskóla í 3 ár).
71