Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Síða 82
Sigurður Hólmsteinn Jónsson,
f. 30. 6. 1896 í Flatey, Breiða-
firði og ólst þar upp. For.: Jón
Sigurðsson bóndi og smiður í
Flatey og kona hans Júlíana
Hansdóttir. Maki: 17. 12. 1921,
Sigríður Elísabet Guðmunds-
dóttir, ættuð úr Dýrafirði. Börn
Baldur, blikksmiður, Magnús,
læknir, Ólöf, tannlæknir og
Hólmsteinn, viðskiptafræðingur.
Brautskr. úr SVS 1920. Nám
áður: Búfræðingur frá Hvanneyri 1918. Störf síðan og nám:
Við verzlunarstörf til 1925, eftir það við blikksmíði. Próf í
blikksmíði og meistararéttindi 1939. Forstjóri Blikksmiðju
Reykjavíkur og Hólmsteinn h.f. frá stofnun hlutafélagsins
1928. Vann að ungmennafélagsmálum í Flatey. í stjórn
Félags blikksmiðjueigenda í Reykjavík frá stofndegi og
formaður þess s.l. 22 ár og allt til þessa dags. Sonur Magnús
brautskr. úr SVS 1944.
Sigurður Guðm. Sigurðsson,
f. 9. 10. 1894 að Hofsstöðum í
Reykhólasveit. Alinn upp þar og
á Múla í Þorskafirði. For.: Sig-
urður Sigurðsson og Ingibjörg
Sigurðardóttir, lengst af búend-
ur í Múla. Maki: Þórunn Sig-
ríður Pétursdóttir frá Selskerum,
Múlahreppi, A. Barð. Börn: Pét-
ur, Sigríður, Sólveig, Sigvaldi og
Gunnsteinn. Sat SVS 1919-1920.
Nám áður: Búfræðingur frá
Hvanneyri 1917. Störf síðan: Landbúnaðarstörf að Reyk-
hólum í Reykhólahreppi, þá bóndi að Múla í áratug.
Síðan við ýmiss störf á og við Akureyri. Tók virkan þátt í
störfum verkalýðsfélags Akureyrar, var m.a. endurskoðandi
þess um hríð.
78