Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Síða 83
Theodór Gunnlaugsson
(frá Bjarmalandi), f. 27. 3. 1901
að Hafursstöðum í Öxarfirði,
N.-Þing. For.: Gunnlaugur Þor-
steinn Flóventsson, bóndi og
kona hans Jakobína Rakel Sigur-
jónsdóttir. Maki: 19. 9. 1925,
Guðrún Pálsdóttir, frá Svínadal,
Kelduhverfi. Börn: Þorbjörg,
Guðmundur, Gunnlaugur, Hall-
dóra og Guðný Anna. Braut-
skr. úr SVS 1920. Störf síðar:
Kenndi börnum og unglingum næstu vetur. Bóndi frá 1925.
Byggði nýbýlið Bjarmaland við Hafursstaði 1935. Flutti
þaðan vorið 1957, að Austara-Landi í sömu sveit, en þá
keyptu synir hans 2/3 hl. jarðarinnar, og hefur dvalizt þar
síðan ásamt konu sinni. Endurskoðandi hjá Kf. N.-Þing.
Kópaskeri 1922-‘37. Eftir hann hafa birzt í blöðum og
tímaritum nokkrir tugir greina, aðallega um náttúrufræði-
leg efni, einnig bækurnar: Á refaslóðum (1955) og Nú brosir
nóttin (1960) brot úr endurminningum Guðmundar Einars-
sonar, refaskyttu frá Brekku v. Önundarfjörð. Þá er einnig
í undirbúningi bók um Jökulsárgljúfur, fyrst og fremst
samin sem leiðarlýsing fyrir ferðamenn. Hefur ánafnað Sýslu-
safni S.-Þingeyinga, Húsavík, bréfasafni, ljósmyndum og
fleiru.
Tómas Hallgrímsson,
f. 10. 5. 1897 á Grímsstöðum,
Álftaneshr. Mýr. og ólst þar upp.
d. 3. 5. 1963. For. Hallgrímur
Nielsson hreppstjóri Grímsstöð-
um og Sigríður Steinunn Helga-
dóttir frá Vogi, Mýrum. Var í
SVS 1918-1920 (fór til Englands,
áður en prófum lauk). Nám og
störf síðan: Dvaldi í Englandi
li ár, fyrst í skóla í Manchester,
síðan hjá kaupfél. og samvinnu-
79