Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Page 96
skildum 8 mánuðum hjá
Sigurgeir Falsson,
f. 10. 1. 1906, í Barðsvík í
Grunnavíkurhr. N.-ís. Bernsku-
heimili Horn á Hornströndum.
For.: Júdith Kristjánsdóttir og
Falur Jakobsson. Brautskr. úr
SVS 1930. Störf síðan: Var í
sjálfsmennsku til ársins 1956 að
hann réðist að barnaskólanum í
Súðavík í N.-ís. Hóf 1. 2. 1958,
störf á Vegamálaskrifstofunni og
hefur unnið þar síðan, að undan-
SÍS, 1. 1.-31. 8. 1963.
Stefán Benjamín Franklín,
f. 23. 3. 1907 í Reykjavík, alinn
upp í Vestmannaeyjum, d. 2. 4.
1970. For.: Jensína Teitsdóttir
og Stefán Ingvarsson. Maki:
27. 5. 1939, Guðrún S. Franklín.
Börn: Valur Franklín, Erna G.
Franklín, Ester R. Franklín og
Stefán D. Franklín. Brautskr.
úr SVS 1930. Störf áður: Verk-
stj. við síldarsöltun norðanlands
hjá Ingvari Guðjónssyni yfir
sumartímann, en verkstj. hjá Har. Böðvarssyni í Sandgerði
yfir vertíðartímann. Nám og störf síðan: Að loknu prófi í
SVS verzlunarskólanám í Engl. lærði þar einnig að með-
höndla síld til reykingar o.fl., þegar heim kom varð hann
starfsm. Kf. Eyflrðinga, sá um síldarsöltun þeirra á Sigluf.
og verzlun þar, einnig sá hann um öll fiskkaup félagsins á
Suðurlandi. Síðan gerðist hann útgerðarm. í Keflavík. Rak
þar frystihús, saltfiskverkun og gerði út fjóra báta, auk
reksturs og útgerðar togarans Drangeyjar frá Reykjavík.
1955-‘60 minnkaði hann útgerðina en hélt áfram fiskverkun
og rak m.a. hraðfrystihúsið í Höfnum í 4 ár auk þess sem
92