Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Blaðsíða 98
Sverrir Bjarnason,
f. 3. 2. 1907 í Reykjavík og var
þar til vors, 1918, en fluttist þá
með foreldrum sínum að
Hvammi í Skorradal, Borg. For.:
Bjarni Jónsson, trésmiður og
Ingveldur Sverrisdóttir. Maki:
12. 12. 1943, Jónína Ólöf Sveins-
dóttir. Börn: Aðalsteinn f. 30. 9.
1944 (látinn), Ingveldur Sóllín,
f. 10. 5. 1946, lyfjafræðingur.
Brautskr. úr SVS 1930. Störf
síðan: Vann við sjómennsku og sveitastörf til 1. 2. 1942, en
gerðist þá starfsmaður hjá Bæjarfógetanum á Akranesi, en
hætti störfum þar árið 1960. Vann hjá útgerðarfyrirtæki á
Akranesi við skrifstofustörf til 1. 5. 1963. Réðist þá starfs
maður á skattstofu Vesturlandsumdæmis sem skattendur-
skoðandi og síðar fulltrúi.
Ægir Ólafsson,
f. 10. 3. 1912 á Siglufirði. For.:
Ólafur Sigurðsson, skipstj. frá
Flatey á Breiðafirði og Guðrún
Baldvinsdóttir frá Siglunesi.
Maki I Helga Lára Gunnars-
dóttir, gift 1946, skilin 1947,
seinni kona Jarmila Lukes frá
Prag, gift 24. 5. 1956. Börn:
Guðrún Unnur, Gunnar Ingi,
Ólafur Friðrik og Eva Guðrún.
Brautskr. úr SVS 1930. Störf
síðan: Verzlunarstörf og fl. í Hrísey og Reykjavík 1930-
‘36. Málakennsla í Keflavík, veturinn 1931. Lærði verk-
smiðjusaum á manséttskyrtum og hönzkum í K.höfn 1936,
skóiðnað í Svíþjóð 1939 og kom heim með Petsamóferð
Esju. Rak Skóverksm. Þór h.f. til 1941. Fór þá til U.S.A.
og dvaldist þar til 1945. Stofnaði 1944 heildverzlunina
Mars Trading Co. og hefur rekið hana síðan.
94