Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Page 107
Jón Gíslason,
f. 20. 7. 1917 að Stóru-Reykjum
í Hraungerðishreppi í Flóa, Ár-
ness. og átti þar heima til árs-
ind 1940. For.: María Þorlák-
sína Jónsdóttir og Gísli Jónsson,
hreppstjóri á Stóru Reykjum.
Brautskr. úr SYS 1940. Störf
síðan: Einn vetur á skrifstofu
Kf. Árnesinga, síðan ýmis störf í
Reykjavík. 26. 2. 1945 hóf hann
störf hjá Pósthúsinu í Reykjavík og hefur unnið þar síðan.
Skipaður póstafgreiðslumaður 1. 1. 1946 og póstfulltrúi
1. 1. 1958, póstvarðstjóri 1. 1. 1969. Hefur stundað ýmiss
konar fræðimennsku, mest sögu og ættfræði. Hefur ritað
fjölda greina í blöð og tímarit, meðal annars um rannsóknir
á Njálu. Var ritstjóri Nýrra Kvöldvakna á Akureyri um
skeið, ásamt fleirum. Var ritari Póstmannafélags íslands
árin 1965 og ‘66 og hefur unnið 1 margskonar nefndum í
sama félagi. Hefur hlotið viðurkenningu Menntamálaráðs
fyrir fræði- og vísindastörf í rúm 20 ár. Einnig hlotið viður-
kenningu frá Árness- og Rangárvallasýslum. Á mikinn
fróðleik í handriti, mest um sögu, byggðasögu og ættfræði.
Jón Ólafsson,
f. 23. 2. 1916 að Fagradal í Mýr-
dal V.-Skaft. For.: Ólafur
Jakobsson og Sigrún Guðmunds-
dóttir. Maki: 9. 9. 1944, Ólöf E.
Árnadóttir frá Oddgeirshólum.
Börn: Steingerður, Ólafur, Árni
Heimir, Kjartan og Skafti. Braut-
skr. úr SVS 1940. Störf síðan:
Starfsmaður K.Á. Selfossi frá
21. 7. 1941 til 28. 2. 1970. Síðan
útibússtjóri Samvinnubankans í
Vík. Maki brautskr. úr SVS 1940, börn Steingerður 1963 og
Ólafur 1964.
103