Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Page 137
Hjá Búnaðarsambandi Skagfírðinga við vélavinnu, land-
mælingar og skrifstofustörf til 1957, að undanteknum einum
vetri í Hólaskóla 1950—‘51. Við fískvinnu í Vestmannaeyj-
um veturinn 1951-52 og við afgreiðslustörf hjá Kf. Skag-
firðinga frá hausti 1952 til vors ‘54. Deildarstjóri hjá Kf.
Skagfirðinga á Sauðárkróki 1957 og síðan.
Matthías Helgason,
f. 5. 8. 1931, Unaðsdal, Snæ-
fjallahr. N.-ís. For.: Guðrún
Ólafsdóttir og Helgi Guðmunds-
son. Maki: 15. 11. 1952, Elín
Ragnarsdóttir. Börn: Lovísa,
Reynir, Lúðvík, Baldvin Smári
og Ragnar. Brautskr. úr SVS
1950. Störf síðan: Skrifstofu og
verzlunarstörf í Reykjavík, skrif-
stofustörf á Keflavíkurflugvelli.
Stofnaði árið 1955 verzl. Stapa-
fell í Keflavík ásamt öðrum. Stofnaði 1962 Bílanaust h.f.
Reykjavík og hefur starfað við það fyrirtæki síðan.
Matthías Pétursson,
f. 22. 8.1926 í Skjaldarbjarnarvík,
Árneshreppi, Strandasýslu. For.:
Pétur Friðriksson og Sigríður
Elín Jónsdóttir. Maki: 2. 8. 1952,
Kristín Þórarinsdóttir. Börn:
Þórólfur Geir, Sigríður, Pétur og
Hörður. Brautskr. úr SVS 1950.
Frekara nám: Vár Gárd í Sví-
þjóð. Störf: Kaupfélagsstjóri á
Hellissandi 1952-61 og skrif-
stofustj. hjá Kf. Rangæinga frá
1961 og síðan.
133