Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Page 141
og er fulltrúi þess í hreppsnefnd Neshrepps og hefur verið
á framboðslistum þess til Alþingiskosninga frá 1959 í
Vesturlandskjördæmi.
Snæbjörn Ingi Jónsson,
f. 17. 8. 1930 í Reykjavík. For.:
Jón Egilsson og Guðrún Jóns-
dóttir. Maki: 31.5. 1952, Þórunn
Andrésdóttir. Börn: Anna Dóra,
f. 3. 10. 1952, Guðrún, f. 5.
3. 1954 og Snæbjörn, f. 1. 11.
1959. Brautskr. 'úr SVS 1950.
Störf síðan: í Útflutningsdeild
SÍS frá vori 1950 til hausts 1956,
fór þaðan til Dráttarvéla og var
þar til útmánaða 1966. I Sjávar-
afurðadeild SÍS til marz 1969, en hóf þá störf hjá Kísil-
iðjunni h.f. og starfar þar enn, nú sem skrifstofustjóri.
Stefnir Helgason,
f. 9. 11. 1930 í Reykjavík og ólst
þar upp. For.: Helgi Guðmunds-
son, kirkjugarðsvörður, og Engil-
borg Helga Sigurðard. Maki:
9. 10. 1954, Gríma Sveinbjörns-
dóttir. Börn: Birna, f. 1955,
Brynja, f. 1957 og Sigurður, f.
1963. Brautskr. úr SVS 1950.
Störf og nám síðan. Framhalds-
nám Samvinnuskólans 1950—‘51.
Hjá Gefjun-Iðunn 1951—‘53.
Keflavíkurflugvöllur 1953—‘55. Segull h.f. 1955- 57. Stofn-
aði umboðs- og heildverzlunina Fal h.f. Kópavogi 1957 og
hefur starfað sem framkvæmdastjóri þess fyrirtækis síðan.
Eiginkona brautskr. úr SVS 1950.
137