Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Page 143
Réðist þá til þeirrar deildar, sem sér um verklegar fram-
kvæmdir og viðhald eigna varnarliðsins og starfar við skipu-
lag og áætlun (Planner & Estimator), frá 1963 verkstjóri í
þeirri grein.
Valdimar Jakobsson,
f. 24. 7. 1928, á Akureyri og ólst
þar upp. For.: Jakob Frímann
Kristinsson, skipstj. og útgm. og
Filippía Valdimarsdóttir. Maki:
24. 12. 1950, Fanney U. Krist-
jánsdóttir. Börn: Kristján Jakob
og Valdimar. Brautskr. úr SVS
1950. Störf síðan: Hjá Olíuverzl.
ísl. á Akureyri frá 1950-‘54, er
hann fluttist á aðalskrifst. fél.
í Rvík. Frá árinu 1957 skrifstofu-
stj. olíustöðvarinnar í Laugarn.
Þuríður Anderson (Erlendsd.).
f. 23. 8. 1927 að Jarðlangsstöð-
um, Borgarhr. For.: Auður Finn-
bogadóttir frá Reykjavík og Er-
lendur Jónsson, starfsm. Olíu-
félagsins í Reykjavík. Máki: 16.
10. 1959, Magnus Andersson,
sjávarverkfræðingur, Brautskr.
úr SVS 1950. Störf áður: af-
greiðslustörf. Störf síðan og
nám: Eitt ár í Oxford, Engl.
Tecnical Art College. í Oslo,
Den Franske skola, sérskóli fyrir snyrtifræðinga. Starf í
Oslo, Salong la Femme, í ár. Hefur starfað síðan hjá sænsku
fyrirtæki, sem framleiðir snyrtivörur, „Oriflame A/B“.
139