Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Page 173
ÚR FUNDARGERÐABÓKUM SKÓLAFÉLAGS SVS
1929-1930.
Fundur var haldinn í „Málfundafélagi Samvinnuskólans“,
laugardaginn 30. nóv. 1929 kl. 8.^ s.d.
Þetta gjörðist á fundinum:
1. Lesin upp síðasta fundargerð og samþykkt.
2. Blaðið ,,Loki“ var lesinn upp af Karli Vigfússyni.
í honum voru tvö kvæði eftir ritstj. (Guðm. frá Borgarn.),
hjet annað „Nótt“ en hitt „í kyrðinni“. Ennfremur var í
honum smágrein er hét „Draumur“ eftir ónefndan. „Loka“
var að lokum fagnað með lófataki.
3. Hafin var framsaga í umræðuefninu „Konan og
tízkan“, af Sig. Sigmundssyni. Var hann fjölorður um
klæðaburð kvenna og rakti í fáum orðum sögu hans. Niður-
stöður ályktunar hans var, að kjólbúningur væri þægilegri,
fallegri og betri en t.d. íslenzki búningurinn. Um hárið
sagði hann, að það ætti að vera klippt og færi saman í
réttum hlutföllum: stytting þess og fegurð.
Næstur talaði Sigurjón Hallvarðsson form. Þakkaði hann
framsögumanni og var honum auðsjáanlega sammála. Er-
lendur Vilhjálmsson talaði næstur. Hvatti til umræðu og
mótmælti framsögumanni. Mælti bót okkar þjóðbúningi,
fordæmdi klippt hár og gat þess að kvenfólkið væri mjög
hégómagjarnt og gleypti fljótt við einu og öðru, án þess
að íhuga hvaða afleiðingar það hefði. Kvað tískuna valda
því, að kvenfólk væri nú orðið frjálslyndara í ástamálum
en áður, og um leið lauslátara.
Karl Vigfússon benti á, að fleira væri tíska en það, sem
lýst hefði verið í sambandi við kvenfólk. Kvað hann ekki
hjegómagirnd konunnar valda því, að hún bærist mjög á
169