Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Page 174
í ýmsu, heldur myndi aðalorsökin vera leit kvenna eftir
óskum karla, en þær væru áhrifagjarnari og ljetu því oft
undan vömmum karlanna.
Þá talaði Áskell Sigurjónsson og sagði að sjer virtist
vera orðin tíska, að tala eingöngu um kvenfólk, í sam-
bandi við það sem miður færi í þessum efnum, og kvað
hann lítinn heiður að því. Karlmönnum færist ekki að áfell-
ast kvenþjóðina, því þeir, engu síður, sköpuðu tískuna.
Sig. Scheving mótmælti umsögn Erlends um ástir og gagn-
semi kvenna og sagði að konan væri „framleiðslulind
þjóðfélagsins“. Sig. Ó. Sigurðsson vildi ekki láta lasta ný-
tísku klæðaburð og kvað hann vera í fyllsta samræmi við
umhverfið þ.e.a.s. umhverfið í hugsun manna. Las hann
ummæli nokkurra lækna um klæðaburð og voru þau öll
á þá leið, að veiklun hefði aukist við skiftingu búnings,
sökum þess, að nýrri klæðaburður væri kaldari og yfir
höfuð óhollari en sá eldri. Óskar lauk máli sínu með því,
að hann virti kvenfólkinu þetta til vorkunar, því það
klæddist einungis fyrir karlmennina.
Magnús Guðmundsson talaði nokkur orð og sagði álit
sitt á hæfilegri sídd kjóla og kvað sig mótfallinn stuttu hári.
Guðm. Sigurðsson sagði kvenfólk hafa fullan rétt til að
gera það, sem það vildi. Mælti hann með stuttu hári og
nýtísku klæðnaði og kvað kvenfólkið hafa gert landi og
þjóð mikinn heiður með því, hve fljótt það hefði verið, að
taka við hinum nýja erlenda sið á þessu sviði.
Þá tók Ólafur Jónsson til máls og flutti langa ræðu.
Mælti hann fast með öllu þjóðlegu, en fordæmdi allt það,
sem ynni að því að útrýma því. Kvað hann ekki tískuna
vera í samræmi við þær kröfur, sem eiginmenn og þjóð-
félag í heild gerði til kvenna. Undirstaðan fyrir velfarnaði
hjónabands væri fyrst og fremst sú, að hjónaefnin kynntust
hvort öðru, eins og þau vœru ekki hvað þau sýndust og
kvað tískuna gott dæmi hverskonar yfirhilmingar.
Baldvin Kristjánsson stóð upp og þakkaði Ólafi fyrir
ræðu hans, en kvaðst litlu hafa við að bæta. Var síðan
málið rætt fram og aftur af ýmsum og barst margt á góma
viðvíkjandi því.
170