Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Page 177
stöðum mikið til gildis, en áleit þó kjarna þjóðfélagsins
búa í sveitum og hefðu þær framsókn í mörgum aðal-
málum þjóðarinnar. En nauðsynlegt væri að rígur sá, sem
myndast hefði milli sveita og kaupstaða yrði að engu, því
hvorugt gæti réttilega blómgvast án stuðnings frá hinum.
Sig. Sigurðsson áleit að sveitirnar hefðu aðaláhrif á
listamennina, enda væru þeir flestir þaðan komnir.
Ólafur Jónsson var eindreginn fylgismaður sveitanna.
Taldi hann nauðsynlegustu menn þjóðarinnar vera þá, sem
reyndu að kafa eftir sannleiksgildi lífsins, skyggnast svo
langt, sem unnt væri og fá þar með rjettan skilning á til-
veru manna. Allir þeir menn, sem lengst hefðu komist í
þessum viðfangsefnum, ættu rót sína að rekja til sveita.
En heild kaupstaðamanna væru andlausar rolur, sem væru
að kafna og veslast upp af ryki og óþverra kaupstaðanna
og þyrftu sjer því til viðhalds, endurnæringar og styrkingar,
að sjúga blóð frá sveitunum. Taldi hann, að íslenska þjóðin
hefði reist sjer mestan og varanlegastan minnisvarðann
meðan kaupstaðirnir hefðu ekki verið til, sem væri perlur
bókmenntanna: íslendingasögurnar.
Sig. Scheving taldi kaupstaði langt á undan sveitum,
bæði í andlegum og verklegum framkvæmdum, og áleit
beztu sönnunina fyrir því, hið háa kaup, sem menn fengju
fyrir vinnu sína í kaupstöðum en ekki í sveitum. Guðm.
frá Borgarnesi taldi það regin villu, þá er menn hjeldu því
fram, að okkar bestu skáld og listamenn væru sveitamenn.
Nokkrir þeirra væru reyndar ættaðir úr sveitum, svo sem
Bólu-Hjálmar, Einar Benediktsson, Davíð frá Fagraskógi
o.fl. Sá fyrst nefndi hefði alið allan sinn aldur í sveit, enda
verið drepinn úr hor, sökum skilnings- og þroskaleysis
nábúa sinna. En bæði Einar og Davíð hefðu leitað burt frá
sveitinni til kaupstaðanna, sökum þess að þeir þóttust
vissir um, að hæfileikar þeirra hefðu alls ekki náð jafn-
miklum þroska í sveitunum, sem í kaupstöðum.
Að síðustu þakkaði framsögumaður fyrir góðar undir-
tektir í málinu.
Málefni til næsta fundar:
„Um skemmtanir“, framsögum. Sig. O. Sigurðsson og
173