Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Page 179
varanlega ást er til“, sagði Helgi ennfremur, „slík ást hefur
tengt margan pilt og stúlku í kærleiksríkt hjónaband. Slík
ást býr yfir fórnandi, skapandi mætti, til hagsbóta og bless-
unar börnum jarðar“.
Þá talaði Jón Ólafsson. Taldi hann kvenmanninn sækja
meira á en karlmanninn. Hann taldi og karlmann og konu
geta umborið galla hvors annars með gagnkvæmu trúnaðar-
trausti.
Þá talaði Jóhannes Kolbeinsson. Hann skipti ástinni í
tvo flokka: Foreldraást og samdráttarást. Samdráttarást-
inni skipti hann svo í skyndiást og varanlega ást. Hann
taldi að til að skapa skyndiást þyrfti ekki annað en fríða
snoppu, en til að skapa varanlega ást þyrfti góðar gáfur,
fagra framkomu og hreinleik sálarinnar.
Þá töluðu þeir Þormóður frá Blönduósi, Ástgeir Ólafs-
son og Páll Beck, sem taldi ástina ekkert eiga skylt við kyn-
ferðishvötina, Helgi Sæmundsson og Jóhannes Kolbeins-
son.
Þá kom tillaga frá Jóni Ólafssyni þess efnis að taka málið
út af dagskrá, vegna þess að mjög væri áliðið fundartímans,
og var tillagan samþykkt.
3. mál. Kjörin voru með yfirgnæfandi meirihluta greiddra
atkvæða til að starfa að sameiginlegri skemmtun Samvinnu-
og Kennaraskólans: Jóhannes Jónsson, Ólöf Árnadóttir,
Bolli Þóroddsson og Herm. Þorsteinsson. Þá voru kosin
til að sjá um næstu skemmtun Samvinnuskólans: Davíð
Davíðsson, Þórður Ágústsson, Elísabet Einarsdóttir, Þor-
móður O. Jónsson og Magnús Eiríksson.
Fleira gerðist ekki, fundi slitið.
Laugardaginn 3. febr. 1940 var fundur haldinn í Skóla-
félagi Samvinnuskólans. Formaður setti fundinn og nefndi
til fundarstjóra Hermann Þorsteinsson og fundarritara
Harald Jónsson.
Fundarstjóri las upp svohljóðandi dagskrá fundarins.
1. Lesin fundargerð síðasta fundar.
175