Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Page 180
2. Trúmál: Framsögumaður Páll Beck.
3. Félagsmál: Rætt um myndatöku o.fl.
1. Lesin upp fundargerð síðasta fundar og samþykkt með
samhljóða atkvæðum.
2. Trúmálin: Framsögumaður byrjaði með því að rekja
sögu trúarinnar. Gat hann þar m.a. Biblíunnar og spá-
manna og hins ósýnilega Guðs Gyðinganna. Einnig skýrði
hann frá lífí og starfi Krists, skoðunum hans og hver hefði
verið aðalorsök þess að Gyðingar vildu ekki kannast við
hann, sem son Guðs. Þá gat hann um Gauthama Buddha
og sagði frá helztu skoðunum hans og æfiatriðum, og
Confúcíusar í Kína gat hann einnig að nokkru. Um Ása-
trúna og kristintökuna hér á landi fór hann nokkrum
orðum og helztu atriði í sögu kristninnar. Að þessu yfirliti
loknu, fór hann nokkrum orðum um skoðanir manna á
trúmálum og um prestana, sem hann taldi marga hverja
ekki lifa samkvæmt kenningum sínum, og líkti þeim við
hina svokölluðu „vegpresta11. Að síðustu lét hann í ljós
þá skoðun sína að bezt myndi vera að trúa að það, sem
kæmi fram í hinu alkunna erindi: „Trúðu á tvennt í heimi“
o.s.frv.
Jón Gíslason tók næstur til máls. Þakkaði hann fram-
sögumanni ræðuna og kvaðst vera honum sammála. Fór
hann síðan nokkrum orðum um trúna, uppruna hennar og
orsakir og þær breytingar, sem hann taldi að jafnan yrðu
á trúarskoðunum, þegar þær færu að eldast. Að lokum
gat hann þess að íslendingar væru þannig gerðir, að þeir
tækju treglega á móti ýmsum trúarskoðunum, sem uppi
væru í nágrannalöndum okkar.
Þegar Jón hafði lokið ræðu sinni var svohljóðandi tillaga
borin undir atkvæði af fundarstjóra:
Fundurinn samþykkir að stytta ræðutímann niður í 5
mínútur, og var hún samþykkt með samhljóða atkvæðum.
Að atkvæðagreiðslunni lokinni var trúarumræðunum haldið
áfram og talaði Jóhannes Kolbeinsson næstur. Sagði hann
að sér fyndist ásatrúin lík kristninni og að Buddhatrúin
væri áframhald kristninnar.
Karl Sveinsson talaði næstur, mælti hann eindregið með
176