Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Page 181
kristninni. Á eftir honum talaði svo Þórður Halldórsson.
Yar hann á móti því að prestar væru hafðir og einnig taldi
hann að hér væri ekki trúfrelsi.
Davíð Davíðsson tók næstur til máls, mælti hann ein-
dregið með trúnni og lét í ljós þá skoðun að annað líf væri
til.
Næstir tóku til máls: Jón Gíslason, Jóhannes Kolbeins-
son, Þormóður O. Jónsson, Þormóður Jónsson og Karl
Sveinsson. Voru umræður allgóðar.
3. Jón Gíslason talaði um myndatöku. Gat hann þess
að venja væri að taka myndir af nemendum skólans, og að
í fyrra hefði verið brugðið út af venjunni og myndunum
safnað í „albúm“ en ekki á spjald, taldi hann ,,albúmin“
skemmtilegri en spjöldin vegna undirskriftanna, sem þar
væri hægt að koma við. Umræður urðu nokkrar um þetta
og voru menn yfirleitt sammála Jóni, ef að „albúmin"
yrðu það snemma tilbúin að hægt væri að fá skrifað í þau.
Fundurinn samþ. að safnað yrði undirskriftum í skólanum
næstu daga, hvort heldur verði tekið spjald eða albúm.
Að loku var svohljóðandi tillaga frá Þórði Halldórssyni,
Páli Beck og Magnúsi Björnssyni borin undir atkvæði:
„Fundurinn samþykkir að trúarumræður verði á næsta
fundi.“ Var tillagan felld.
Fleira var ekki tekið fyrir. Fundi slitið.
Haraldur Jónsson
(fundarritari)
1949-1950.
Fundur haldinn í Skólafélagi Samvinnuskólans 7. jan.
1949. Formaður félagsins Ingólfur Ólafsson setti fundinn og
skipaði þá Arnþór Ágústsson fundarstjóra og Hjálmar
Styrkárson, fundarritara. 24 menn voru mættir.
1. Lesin fundargerð næst síðasta fundar, Björg Braga-
dóttir. Fundargerðin samþykkt í einu hljóði.
12
177