Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Page 182
2. Lesin fundargerð síðasta fundar, Árni Benediktsson.
Hún var síðan samþykkt.
3. Kosning varastjórnar er skuli endurreisa skólafélagið
á komandi vetri.
Kosningu hlutu:
Matthías Pétursson, 24 atkv. form.
Jón Bjarnason, 23 atkv. meðstjórn.
Sæmundur Jónsson, 15 atkv. meðstjórn.
4. Kosning skemmtinefndar:
Birgir Bergmann formaður, meðstjórnendur, Elísa Wium,
Stefnir Helgason, Inga Rúna Sæmundsdóttir og Haukur
Sveinbjarnarson.
5. Framsaga. ,,Áfengismál“, Árni Ben. Sagði hann áfengi
gera heimilum mikið böl, jafnvel leggja einstaka heimili í
rústir, kvað mest hafa verið drukkið á stríðsárunum. Hall-
mælti hinum fornu kirkjuhöfðingjum, er mjög hefðu inn-
leitt drykkjuskap. Þá minntist hann á góðtemplara, og
sagði, að þeim væri það að kenna, að menn er byrjað hefðu
að drekka gætu ekki snúið frá því, en væri hrint lengra út
í forina, í stað þess að draga þá upp úr henni, enda mælti
hann mjög á móti góðtemplurum og sagði þá vera óþarfa
dýr. Lausnin á drykkjuskapnum, sagði Árni að væri sú:
að hver maður vissi skyldu sína.
Jón Bjarnason tók til máls. Sagðist hafa hlustað á
framsögu Árna og hafa tekið hana sem grín, enda hefði
Árni snúið öllu við, og það sem hann hefði sagt í öðru
orðinu hefði hann rifið niður í hinu. Jón sagði, að þeir sem
drykkju áfengi væru ekki færir um að bera ábyrgð á gerðum
sínum.
Ingólfur Ólafsson tók til máls. sagðist hafa búist við
einhverjum rökum til úrbóta, sagði sig langa til að vita
hvaða skoðun Árni hefði í þessum málum, og komst að
þeirri niðurstöðu, að Árni væri hófdrykkjumaður og að
þeirra dómi væri það hinn gullni meðalvegur. Drap hann á
að það mundi tilviljun ef hægt væri að rekast á skáld er
væri bindindismaður. Minntist hann á hin gömlu rök
drykkjumanna að ríkið kæmist ekki af án áfengissölu og
taldi það léleg rök.
178