Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Síða 183
Á meðan þjóðin svalt var aldrei hörgull á áfengi, eða
tóbaki. Að lokum sagði hann, að sú þjóð sem væri undir
áþján Bakkusar væri ekki frjáls.
Einar Þorsteinsson tók til máls. Sagðist hann vera and-
vígur skoðun Árna Ben. á þessum málum. Einar líkti áfengi
við eld, sem hefði oft valdið tjóni, en áfengið aftur á móti
veitti fjör og þrótt væri það notað í hófi.
Drykkjuskapurinn væri þjóðarvandamál, er hefði spill-
andi áhrif á þjóðarmenninguna. Minntist á áfengisbann,
sagði það gagnslítið, sagði sitt persónulega álit þess efnis,
að einungis yrðu seld létt vín, en hin sterkari bönnuð,
kvað hann þá ölæði minnka. íslendingar mundu svo smátt
og smátt læra að drekka eins og menn, en ekki eins og
skepnur. En það kvað hann yrði öll meina bót, ef allir þegnar
þjóðfélagsins hefðu vit á því að bragða ekki vín.
Jón Bjarnason. Hann minntist á að Árni hefði sagt að
ekki væri hægt að útrýma áfengi. En Jón kvaðst vera þeirri
skoðun mótfallinn og kvað það vera hægt. Væri t.d. „upp-
lagt“, hér á landi, þar sem engar vínekrur væru. Jón var
algerlega andvígur skoðun Einars. Og kvaðst ekki vita,
hvaða þjóðir það væru er kynnu að drekka. Hann vildi láta
selja vínið á frjálsum markaði og þá yrði sama ástandið
og verið hefði. Spurði hann Einar að því, hvort hann væri
því samþykkur að öllum væri gefið frjálst að stela, sökum
þess að það væri vitað að nokkrir menn væru alltaf að því.
Skúli Alexandersson sagði, að þeir er talað hefðu um
framsöguna hefðu allir mælt á móti henni. Skúli sagði, að
hefðum við vínekrur myndi minna vera drukkið, tók
Frakka til dæmis. Mælti á móti því almenningsáliti að það
væri glæpur að drekka.
Sig. E. Haraldsson kvað þetta mál margumtalað og
þvælt sagði templara vera orðna fjölmenna og fjárhagslega
vel stæða. Sagði, að ekki væri hægt að tala við templara
um þessi mál sökum þeirra sérstæðu skoðana. Minntist á
vin sinn einn er væri templari og segði hann, að það væri
leiðinlegt að fá meiri hlutann af þjóðartekjunum frá bján-
um. Sagði ölfrumvarpið mjög mótmælt af templurum
179