Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Page 185
Jón Bj. sagði það vera „glæp“ að drekka, tók bílstjóra
t.d. Ef vínið er ekki frjálst verða alltaf einhverjir til þess að
brjóta bannið. Taldi einu leiðina, að stefna að algjöru
bindindi og embættismenn ættu ekki heldur að njóta undan-
þágu.
Taldi að útrýma ætti þeim hugsunarhætti að menn álitu
sig meiri og hugaðri menn með því að neyta áfengis. Borin
var fram tillaga frá Ingólfí Ólafssyni, Hjálmari Styrkárssyni
og Matthíasi Péturssyni, svohljóðandi:
„Fundur haldinn í Skólafélagi Samvinnuskólans 7. jan.
1949 samþykkir að algert bann við neyzlu áfengis sé hin
eina lausn á áfengisbölinu“.
Umræður urðu, um tillöguna og tóku til máls m.a. Árni
Ben. Skúli Alexandersson, Matthías Pétursson. Mæltu
Árni og Skúli einkum á móti henni og óskuðu þess að hún
yrði birt ásamt atkvæðagreiðslunni. Var talað um þetta
aftur og fram og voru menn ekki á eitt sáttir.
Ingólfur Ól. sagði, að Samvinnuskólinn hefði lengi verið
framarlega í bindindismálum, en nú þegar borin væru upp
svona tillaga stæðu þeir upp, sem telja mætti hófdrykkju-
menn og færu að bæla hana niður og sagði það ekki sýna
hina réttu mynd af hugarfari manna.
Því næst var tillagan borin undir atkvæði og samþykkt
með 5 gegn 2, en fjórir sátu hjá.
Önnur mál:
Birgir Bergmann drap á það, að undanfarin ár hefði
verið vani að taka myndir af nemendum og setja á spjöld
eða albúm og bar fram eftirfarandi tillögu:
„Fundur- haldinn í Skólafél. Samvinnuskólans 7. jan.
1949 samþykkir eftirfarandi tillögu:
1. að kosnir séu tveir menn til að standa fyrir myndatöku
og undirbúningi hennar.
2. að myndatakan hefjist ekki seinna en 10 daga hér frá.“
Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Því næst voru kosnir samkv. samþykktinni 2 menn og hlutu
kosningu: Gunnar Magnússon og Birgir Bergmann.
Jóhann Bjarnason tók til máls, og minnti fundarmenn á
skólablaðið. Sagði ástæðuna til þess að það hefði ekki
181