Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Page 187
hefði byrjað hjá Sturlungum en endað austur í Kreml.
Eftir ræðu Skúla sveigðust ræður manna meir og meir um
stórpólitísk mál og reyndu menn að benda á ráð til að sætta
þjóðir og stéttir innan þjóðfélaganna.
Auk Skúla og formanns tóku til máls Jósafat Arngríms-
son, Sigurður E. og Gunnlaugur Sigurðsson.
Umræður þessar stóðu alllengi og voru menn ekki á eitt
sáttir.
Fleira var ekki tekið fyrir og var fundi slitið.
Magnús Bjarnason,
ritari.
1959-1960.
Fundur var haldinn í skólafélaginu 14. okt. 1959 kl. 8.30.
Formaður setti fundinn og skipaði Ingþór Ólafsson, fundar-
stjóra, Margréti Sigvaldadóttur og Lilju Ólafsdóttur, rit-
ara. Ritari las upp fundargerð síðasta fundar og var hún
samþykkt með smávegis breytingum. Þá var og kosið í
nefnd til að sjá um undirbúning 1. des. Atkvæðateljarar
Guðm. Vésteinsson og Halldór Jóhannsson. Stungið var
upp á Má Hallgrímssyni, Ragnari Árnasyni og Pétri Ezra-
synf í stöðu formanns. Már var kjörinn með 28 atkv., Ragnar
fékk 16 og Pétur 9.
Aðrir í nefndina voru kosnir: Geir Geirsson með 35
atkv., Ragnar Árnason með 34 atkv., Baldur Óskarsson
með 29 atkv., Pétur Ezrason með 27 atkv.
Þá tók fyrsti framsögumaður til máls, Guðvarður Kjart-
ansson, og hélt sína „jómfrúrræðu“ á þessum vetri.
Efnið var íslenzkur landbúnaður. Talaði hann m.a. um
hin hagstæðu lán bænda sem stundum færu nú í annað en
nýbýlabyggingar. Og í sambandi við kjötverð hérlendis,
lagði hann til að íslendingar færu út og smygluðu inn kjöti,
sem væri bæði ódýrara og betra.
183