Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Page 188
Guðvarður vildi setja upp samyrkjubú, eftir rússnesku
fyrirkomulagi, og hvað sem það kostaði yrði það þó alla-
vega ódýrara en allar niðurgreiðslurnar og Færeyingarnir.
Annar framsögumaður var Arngrímur Arngrímsson, og
talaði um ýmislegt viðvíkjandi málinu. Kvað hann tillögu
Guðvarðar um samyrkjubúskap helzt eiga við nágrenni
Reykjavíkur, en ekki úti á landi, þar sem t.d. væri ekki
landrými fyrir það. En smábændur ættu fullan rétt á sér,
og þeirra vegna væri landið enn í byggð og um árið 2000
yrðu landsmenn sennilega helmingi fleiri en í dag og þá
gæti stóriðja skapast, vatnsorka yrði nýtt og þörf fyrir alla
vegina og fólkið.
Niðurgreiðslur væru óheilbrigðar, en peningarnir kæmu
úr vösum landsmanna.
Þá tók til máls Kári Jónasson og sagðist standa algerlega
með Guðvarði, vini sínum, og vildi flytja inn marga Rússa,
erlent kjöt og danskt smjör, og leggja niður smábýli, nema
þá sem minjagripabúskap til að sýna ferðafólki. Og kjötið
í borðstofunni væri allt of feitt. Þá tók Arngrímur til máls
og sagði að von væri að Kári talaði svona því hann væri
borgarbarn, en eftir nokkur ár breyttist straumurinn kann-
ske og fólk færi að flytja út í sveitirnar. Þá stóð Guðvarður
upp og bað afsökunar á að hafa nefnt of hátt kjötverð, en
hann hafði heimildirnar nefnilega frá manni sem hafði
lagt þetta á í kaupfélagi í sumar.
Sigurjón Bragason sagði smábændur svíkja þjóðina og
svindla á stjórninni. Til gamans benti hann á nágranna sína,
eyfirska bændur, sem hefðu hver fyrir sig tvær dráttarvélar,
aðra til að snúa, hina til að taka saman og fólksbíl til að fara í
á ball.
Þá tók Baldur Óskarsson til máls, og kvaðst hálf-óánægð-
ur með fyrirkomulag málfundanna og lagði til að umræðu-
efni yrði auglýst nokkru fyrirfram til undirbúnings. Kvað
hann fisk ekki síður niðurgreiddan en kjöt og útgerðar-
menn fengju tolla. Bændastéttin væri uppistaða þjóð-
félagsins og byggðin ætti ekki að dragast saman. Oft væri
óheppileg eða ekki atvinnuskilyrði fyrir alla í bæjunum.
Arngrímur svaraði Sigurjóni, og kvað óhætt að tvöfalda
184