Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Page 191
Sagði hann þetta vera mikla hækkun frá því í fyrra, en í
því lægi það að nú væru öll klúbbagjöld innifalin og ætti
þessi upphæð að duga til endurgjaldslausrar þátttöku í
öllum klúbbunum. T.d. tók hann að í fyrra hefði hljóm-
sveitarkostnaður verið 20.000 kr. og áætlaður kostnaður
klúbbanna væri um 20.000.
Næstur var Jakob Björnsson. Talaði hann um skammar-
lega illa umgengni og bað fólk að taka sig á, áður en skóla-
stjóri og kennarar minntust á það. Dagblöðin ætti ekki að
taka með sér upp á herbergi, heldur liggja frammi í setu-
stofunni.
Rögnvaldur Skíði kom með fyrirspurn til gjaldkera um
hljómsveitarkostnaðinn, hvort þetta væri kostnaður við
tæki, eða eitthvað annað. Einnig spurði hann hvort formenn
klúbba væru yfírleitt launaðir.
Guðmundur Pétursson svaraði Rögnvaldi því að eng-
inn formaður klúbbanna væri launaður. Þessi hljóm-
sveitarkostnaður væri vegna þess að hingað væri fengin
hljómsveit á afmælishátíðinni og væri þetta greiðsla til
meðlima hennar.
Bjarni Arthúrsson sagði að fólki fyndist þetta eflaust
hátt gjald til skólafélagsins, en benti á að t.d. væri leiga
á hverri kvikmynd minnst 500 kr. og til kvikmyndaklúbbs
færu þúsundir króna.
Nú bar fundarstjóri tillögu gjaldkera um 700 kr. skóla-
félagsgjald fram til atkvæðagreiðslu og var hún samþykkt
með handauppréttingu.
Þá var tekið fyrir aðalmál fundarins, en það var „Lifum
við í réttlátu þjóðfélagi", Frummælendur voru Stefán Jón
Bjarnason og Gísli Bjarnason. Fyrstur tók til máls Stefán
Jón. Sagði hann okkur lifa í réttlátu þjóðfélagi, og ætlaði
hann að reyna að gera grein fyrir þeirri skoðun sinni.
Réttlátt þjóðfélag væri þjóðfélag, sem hefði lög, sem breytt
væri eftir. Það sagði hann að okkar þjóðfélag hefði. Einnig
væri hverjum manni frjálst að hafa sínar skoðanir á öllum
málum og fara eftir þeim, nema því aðeins að það bryti í
bága við lögin. Hér væri séð fyrir því að hver einstaklingur
hlyti menntun svo sem barnaskóla og gagnfræðamenntun.
187