Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Side 193
Hann vildi ekki rífa niður, heldur ætti almenningur í land-
inu að taka sig til og lagfæra gallana. Hann vildi ekki deila
á neina sérstaka stjórn. Allar stjórnir landsins hefðu gert
sig sekar um alla þessa galla. Þetta væru gallar, sem alltaf
myndu endurtaka sig í þjóðfélaginu, meðan ríkisvaldið risi
ekki gegn þeim.
Dagur Ásgeirsson kom með þá fyrirspurn til Gísla hvernig
hann ætli sér að stofna þetta sæluríki sem hann talaði
um. Hann yrði að vera duglegur fyrir næstu kosningar til
að fá fólk til að fylgja sér og reisa þetta sæluríki.
Stefán Jón Bjarnason tók næstur til máls. Sagðist hann
ekki hafa meint það að enginn mætti andmæla sér, en samt
vera ósköp þakklátur þeim stuðningi sem hann hefði fengið.
Hann sagðist ekki vita betur en að í Suður-Þingeyjarsýslu
væru yfirdrifið nógu margir skólar, en aðalvandamálið
væri það, að vegna þess hve mikill rígur væri milli sveita
væri ekki hægt að láta börn vera í skóla annarsstaðar en í
sinni heimasveit. Þetta orsakaði það að helzt yrði að vera
skóli í hverri einustu smásveit.
Gísli Bjarnason svaraði Degi því, að til að koma þessu
þjóðfélagsformi á, ætlaðist hann til að hver maður legði sér
lið, hvar í pólitík sem hann væri. Hver rétthugsandi maður.
Guðmundur Pétursson sagði, að við réttlátt fólk lifðum
í óréttlátu þjóðfélagi. Tók hann þar sem dæmi að Sunn-
lendingar yrðu að borga vegagjald af Keflavíkurveginum,
en Norðlendingar þyrftu ekki að borga gjald af göngunum
gegnum Stráka, eða af veginum fyrir Ólafsfjarðarmúla.
Þetta fannst honum hróplegt ranglæti.
Helgi Gunnarsson sagðist aðeins hafa gengið 1 vetur í
barnaskóla, og það væri kannske orsök þess að hann væri
ekki enn orðinn að manni, eins of fram hefði komið á síð-
asta fundi. Sagði hann Gísla hafa talað af mikilli hógværð.
Dagur o.fl. hefðu deilt á hann fyrir að ríkið hefði ekki byggt
skóla, en sín skoðun væri sú að það væri komið úr tízku að
deila á skólakerfið.
Rögnvaldur Skíði sagðist raunar aldrei hafa beðið um
orðið, en hann langaði samt til að rekja skólaferil sinn.
Hann hefði verið í heimavistarskóla 10 km. frá heimili
189