Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Page 194
sínu. Sá skóli hefði verið það lítill að skipta varð nemend-
unum í tvo hópa og þeim kennt 12 daga í mánuði, en á
Dalvík, stutt frá var kennt alveg fullan kennslutíma. Hann
hefði verið heilum vetri á eftir þegar hann kom í gagnfræða-
skóla.
Bjarni Arthúrsson sagði að fyrst yrði að athuga stærð og
getu ríkisins, áður en dæmt væri hvort um væri að ræða
réttlátt eða óréttlátt þjóðfélag. Það væri ekki hægt að ætlast
til þess að ríkið byggði skólahús fyrir hvert barn, því þá
væri farið að kvarta undan sköttunum, en með þeim væru
skólar byggðir.
Eyjólfur Torfi sagði skattaálagningu algenga á vegum
erlendis og væri það eðlilegt að vegfarendur borguðu
„brúsann“. Hann taldi það allt of dýrt að borga fyrir heima-
vistarskóla í dreifbýlinu. Ef fólkið flyttist burtu stæðu húsin
auð og tóm eftir og einskisnýt.
Guðmundur Pétursson sagðist viðurkenna að Kefla-
víkurvegurinn væri lúxus, en það væru Strákagöngin líka.
Sagðist hann vera því sammála að það ætti ekki að vera
dýrara fyrir sveitafólk að senda börn sín í skóla, en fyrir
kaupstaðafólk.
Stefán Jón Bjarnason sagði að bílstjórar þyrftu í raun og
veru að borga alveg jafnt í viðgerðarkostnað eftir að skrölta
á holóttum og vondum vegum og í vegatoll.
Guðmundur Pétursson sagði veginn fyrir Ólafsfjarðar-
múla hafa stytt leiðina frá Ólafsfirði til Akureyrar um
marga kílómetra. Spurði hann þá hvort Ólafsfirðingar
væru fúsir til að greiða helming þess sparnaðar sem yrði
við akstur fyrir Ólafsfjarðarmúla til ríkisins, eins og Sunn-
lendingar yrðu að gera ef þeir myndu aka Keflavíkurveginn.
Bjarni Arthúrsson sagði Guðmund vera eins og gamla
grammófónplötu, sem alltaf stagaðist á því sama. Skoraði
hann á Helga að skýra betur mál sitt, sem hann sagðist ekki
hafa skilið fullkomlega.
Helgi Gunnarsson sagði að ekkert þýddi fyrir fólk að tala
um að ekki væri nóg fjármagn til að byggja skóla, þar sem
velferð þjóðfélagsins byggðist á því að nóg væri af skólum.
Guðmundur Pétursson sagði að áður en Ólafsfjarðar-
190