Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Page 196
Bragadóttur og Sigþrúði Ármannsdóttur. Fundarstjóri
sneri sér beint að fyrsta lið fundarins, en það var að ritari
las fundargerð síðasta fundar og var hún samþykkt eftir
smávegis lagfæringu. Því næst voru tekin fyrir ýmis mál.
Fyrst steig í pontu Guðríður Ólafsdóttir og lýsti með nokkr-
um orðum bindindisþingi S.B.S. sem haldið var í Reykja-
vík um miðjan febrúar. Næstur tók til máls Jakob Björns-
son, formaður Skólafélagsins. Kvartaði hann undan slæmri
umgengni og þá sérstaklega í sambandi við gossöluna og
meðferð á tómum flöskum. Sagði hann skólastjóra hafa
ákveðið að taka fyrir gossöluna ef ekki yrði úr bætt hið
bráðasta. Einnig talaði hann um að klæðnaði í borðstofu
væri mjög ábótavant.
Að þessu mæltu var tekið fyrir aðalmál fundarins, en
það var: ,,Eiga hjónabönd rétt á sér?“ Frummælendur
voru þeir Sigurður Kristjánsson frá Blönduósi og Vignir
Sveinsson.
Sigurður Kristjánsson sagðist vera algjörlega hlynntur
hjónaböndum, þ.e.a.s. þar ætti hann við hina réttu merk-
ingu þess orðs, hið lögformlega samband karls og konu.
Hann taldi að náin kynni hjónaefna fyrir giftingu væri
mikilvæg, það væri nauðsynlegt fyrir heill sambúðarinnar
og kæmi í veg fyrir skilnaði. Hjónabandið væri einn stærsti
þáttur í lífi manns og þar af leiðandi mikilvægt að hjóna-
bönd verði ekki látin niður falla. Hann minntist lítillega á
hóphjónabönd og lagðist algjörlega gegn þeim. Þeir aum-
ingjar sem létu tilleiðast að taka þátt í slíkum félagsskap
væru vanþroskaðir, bæði andlega og líkamlega og lentu
aðeins í slíkum félagsskap undir áhrifum deyfandi lyíja.
Mannkynið myndi úrkynjast og deyja út á nokkrum ára-
tugum með tilkomu þess. Að lokum vildi hann leggja á það
áherzlu að hin uppvaxandi kynslóð berðist gegn því að
hjónabönd yrðu lögð niður, þar sem þau ættu fullkominn
rétt á sér.
Vignir Sveinsson áleit heilagt hjónaband algjörlega ó-
þarft formsatriði í samskiptum karls og konu. Þau gætu
lifað saman hamingjusömu lífi og eignast börn, án þess að
prestur leggði blessun sína yfir þau. Tók hann þar sem
192