Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Page 197
dæmi Adam og Evu í aldingarðinum, ekki hefðu þau notið
prestlegrar þjónustu. Hjónaband gæti jafnvel haft þau á-
hrif að fólk fengi þá tilfínningu að það væri of háð hvert
öðru, en ef báðir aðilar væru frjálsir væru minni líkur á að
til árekstra kæmi. Nú væri þróunin sú, að giftingum færi
fækkandi og væri ekki ólíklegt að þær myndu hverfa með
öllu í náinni framtíð. Því vildi hann hvetja alla til að skoða
hug sinn vandlega, áður en þeir tækju þá fáránlegu á-
kvörðun að ganga í heilagt hjónaband.
Þessu næst var orðið gefið laust og tók þar fyrstur til
máls Karl Hjaltason. Hann áleit hjónabönd eiga rétt á sér,
fólk væri fætt til að lifa saman. En hann skildi ekki þann
mann sem ekki gæti látið sér nægja eina konu. Gísli Bjarna-
son var einnig fylgjandi hjónaböndum, en í breyttri mynd.
Þessi gamaldags hjónabönd orsökuðu aðeins óhamingju.
Hann áleit það alls ekki nauðsynlegt að báðir foreldrarnir
stæðu að uppeldi barnanna, hann væri sjálfur óskilgetinn
og fyndi ekkert til þess. Hóphjónaböndunum væri hann
fylgjandi og teldi þau alveg eiga rétt á sér.
Dagur Ásgeirsson var sammála Sigurði Kristjánssyni
um hjónaböndin og rétt þeirra. Hann var á móti hóp-
hjónaböndum og þá aðallega vegna þess að þess konar
samfélög orsökuðu ringulreið í feðrun barnanna. Fólk
yrði að vera ábyrgt gjörða sinna í þeim efnum.
Helgi Gunnarsson var á móti hjónaböndum og krafðist
skilyrðislauss hreinlífis. Kom hann fram með þá tillögu, að
skóla þessum yrði breytt í klaustur, kvenfólkið gert brott-
rækt héðan, svo og Gísli Bjarnason sökum vanþroska og
saurugs hugsunarháttar.
Einar Björgvin sagði unga fólkið í dag snúast gegn þjóð-
félaginu og heimilið spila minni þátt í því. Tók hann þar
sem dæmi hippíana og kommúnurnar. Lítil reynsla væri
enn á slíkum hóphjónaböndum.
Lagði hann svo fram þá spurningu til Sigurðar hvað hann
myndi meina með því að fólk gengi aðeins inn í hóphjóna-
bönd, undir áhrifum deyfandi lyfja. Stefán Jón var hlynntur
hjónaböndum á vissan hátt, en þó væri það uggvænleg þró-
un að hefta saman einn karl og eina konu á þennan hátt. í
13
193