Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1974, Page 16

Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1974, Page 16
manna megi hin félagslegu vandamál verða brotin til mergjar og leitað verði hér sannleikans í öllum greinum. Það er von mín, að starfið hér megi verða uppbyggjandi, fræðandi og jákvætt félagsmálahugsjón samvinnumanna, að ein leiðin til aukinnar hagsældar og lífshamingju sé að taka höndum saman í öflugu samvinnustarfi, starfi, sem stendur djúpum rótum í traustum efnahagslegum jarðvegi. Það er von mín, að þetta starf verði til þess að sameina en ekki sundra, að það verði til að eyða tortryggni, en ekki til þess að auka sundrung.“ Baldur Óskarsson, formaður hússtjórnar, veitti húslykl- um viðtöku fyrir hönd aðildarfélaganna og sagði við það tækifæri, að Hamragarðar væru mikil eggjun fyrir sam- vinnustarfsmenn og félaga í Nemendasambandi Samvinnu- skólans, að hefja samstarf í húsinu, sem byði upp á marg- víslega möguleika, svo sem ráðstefnuhald, fundi, málverka- sýningar og samastað til að tala saman. Þá bar hann fram þakkir fyrir hönd hússtjórnar til sam- bandsins, og þá sérstaklega til forstjóra þess, Erlendar Einarssonar, sem unnið hefði ötullega að því að koma þessu félagsheimili upp. Að lokum sagði Baldur: „Ég vona að Hamragarðar verði staður, þar sem raust samvinnu- manna kveður við, og þaðan sem hún heyrist." Við vígslu Hamragarða tók einnig til máls Auður Jónas- dóttir, dóttir Jónasar Jónssonar og sagði m. a. að það hefði glatt mjög sitt ættfólk, þegar það fréttist, að húsið, þar sem foreldrar hennar bjuggu svo lengi, yrði félagsheimili samvinnumanna. Þá fluttu ávörp þáverandi formenn starfs- mannafélaganna og NSS, þeir Atli Freyr Guðmunds- son formaður NSS, Sigurður Guðmundsson formaður Starfsmannafélags KRON, Friðjón Guðröðarson formaður Starfsmannafélags Samvinnutrygginga og Andvöku, Finn- bogi Reynir Gunnarsson formaður Starfsmannafélags Olíu- félagsins og Reynir Ingibjartsson formaður Starfsmanna- félags SlS. Það hús, sem samvinnustarfsmönnum og Samvinnuskóla- nemum hafði nú verið afhent, er söguríkt hús í tvennum 12
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans
https://timarit.is/publication/1410

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.