Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1974, Blaðsíða 16
manna megi hin félagslegu vandamál verða brotin til
mergjar og leitað verði hér sannleikans í öllum greinum.
Það er von mín, að starfið hér megi verða uppbyggjandi,
fræðandi og jákvætt félagsmálahugsjón samvinnumanna,
að ein leiðin til aukinnar hagsældar og lífshamingju sé að
taka höndum saman í öflugu samvinnustarfi, starfi, sem
stendur djúpum rótum í traustum efnahagslegum jarðvegi.
Það er von mín, að þetta starf verði til þess að sameina
en ekki sundra, að það verði til að eyða tortryggni, en ekki
til þess að auka sundrung.“
Baldur Óskarsson, formaður hússtjórnar, veitti húslykl-
um viðtöku fyrir hönd aðildarfélaganna og sagði við það
tækifæri, að Hamragarðar væru mikil eggjun fyrir sam-
vinnustarfsmenn og félaga í Nemendasambandi Samvinnu-
skólans, að hefja samstarf í húsinu, sem byði upp á marg-
víslega möguleika, svo sem ráðstefnuhald, fundi, málverka-
sýningar og samastað til að tala saman.
Þá bar hann fram þakkir fyrir hönd hússtjórnar til sam-
bandsins, og þá sérstaklega til forstjóra þess, Erlendar
Einarssonar, sem unnið hefði ötullega að því að koma
þessu félagsheimili upp. Að lokum sagði Baldur: „Ég vona
að Hamragarðar verði staður, þar sem raust samvinnu-
manna kveður við, og þaðan sem hún heyrist."
Við vígslu Hamragarða tók einnig til máls Auður Jónas-
dóttir, dóttir Jónasar Jónssonar og sagði m. a. að það hefði
glatt mjög sitt ættfólk, þegar það fréttist, að húsið, þar
sem foreldrar hennar bjuggu svo lengi, yrði félagsheimili
samvinnumanna. Þá fluttu ávörp þáverandi formenn starfs-
mannafélaganna og NSS, þeir Atli Freyr Guðmunds-
son formaður NSS, Sigurður Guðmundsson formaður
Starfsmannafélags KRON, Friðjón Guðröðarson formaður
Starfsmannafélags Samvinnutrygginga og Andvöku, Finn-
bogi Reynir Gunnarsson formaður Starfsmannafélags Olíu-
félagsins og Reynir Ingibjartsson formaður Starfsmanna-
félags SlS.
Það hús, sem samvinnustarfsmönnum og Samvinnuskóla-
nemum hafði nú verið afhent, er söguríkt hús í tvennum
12