Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1974, Side 26
voru reiknaðir vextir af kaupverði allrar byggingarlóð-
arinnar og öllu Sambandshúsinu, og öll vaxtabyrðin talin
mér til skuldar.“
I þetta húsnæði fluttu þau Jónas á miðju ári 1920, en
skólinn nokkru fyrr. Og þar var nú ekki kyrrðin á. Dætrum
Jónasar segist svo frá, að „þetta hafi í rauninni verið líkast
stóru sveitaheimili. Við munum varla eftir nokkurri mál-
tíð, svo ekki væru gestir. Oft sváfum við í borðstofunni,
því þá voru næturgestir. Nábýlið við skólann var svo mikið,
að dyrnar inn í hann og dyrnar inn til okkar lágu alveg
saman. Á kvöldin voru fundir og dansæfingar í skólastof-
unum, og þetta var nærri eins og inni hjá okkur. Fólk kom
og fór, og allir voru velkomnir.
Pabbi stóð í sambandi við forystumenn Framsóknar-
flokksins og samvinnuhreyfingarinnar í hverri einustu
sýslu landsins. Og það er okkur systrunum ógleymanleg
endurminning, hve oft var gaman að hlusta á þá og foreldra
okkar ræðast við. Sumir þessara manna voru líka svo glæsi-
legir og gáfulegir að þeir líða okkur ekki úr minni.“
„Ósjaldan voru allir þingmenn framsóknar í kaffi“ segir
Gerður. „Fg minnist þess lika, að þegar við Auður
sváfum í borðstofunni, rumskuðum við stundum um klukk-
an fimm á morgnana við hratt ískrið í penna pabba. Þá
var hann byrjaður að skrifa greinar í Tímann. Við vorum
vanar þessu og þótti þetta allt sjálfsagt.“
„Hjá okkur var ekki um að ræða að liggja í iðjuleysi,"
bætir Auður við. „Gangurinn inn í íbúðina var 11 metra
langur, og hann þurfti að fara endilangan til að svara
dyrabjöllunni. Og það var alltaf annaðhvort í gangi, síminn
eða dyrabjallan. Pabbi talaði mikið í símann, út um allt
land, og maður heyrði, að það var ekki bara já og amen,
heldur oft deilt fast. En mamma, sem í augum okkar var
drottning heimilisins, hafði alltaf góð áhrif á allt og alla,
hún var svo lífsglöð og sterk og gerði okkur öllum lífið
svo skemmtilegt."
„Mamma hafði yndi af hestum og ferðalögum“, segir
Gerður. „Hún og pabbi áttu hesta, og hesthúsið var rétt
22