Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1974, Side 34

Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1974, Side 34
og hélt stutta og sjalla ræðu fyrir minni ástarinnar. Það var síðasta ræða Jónasar frá Hriflu. — Það er engin furða þó að afkomendum Jónasar og Guðrúnar þyki vænt um húsið. Þótt húsið við Hávallagötu risi of seint til þess, að dætur Jónasar slitu þar barnsskónum, áttu þær þó báðar heima þar um skeið. Gerður bjó þar um hríð með fjölskyldu sinni, eftir að þau komu heim frá Kanada, þar sem maður hennar stundaði nám. Og Auður fluttist þangað eftir að móðir þeirra féll frá og tók við heimilishaldinu. Hún var þá sjálf orðin ekkja. Faðir hennar bað hana þá að flytja til sín ásamt dóttur hennar, sem enn var í skóla. Og Auður leysti upp heimili sitt og dvaldi með föður sínum meðan hann lifði. Einveran hefði átt illa við Jónas Jónsson, manninn, sem alltaf vildi hafa fólk í kringum sig. Hann hafði líka ekkert þurft að hugsa um heimilishald á lífsleiðinni. En eftir að heilsu Guðrúnar fór að hnigna hin siðustu ár, lærði hann nokkuð í þeirri grein. Og þá fann hann líka nauðsyn þess, að ungir menn lærðu eitthvað í matreiðslu. Tímarnir voru svo breyttir. Konur vinna úti. Og hjónin þurfa oft að skifta með sér verkum á heimilinu. Látum Auði segja frá: „Eftir að þrek mömmu fór verulega að bila, lærði pabbi að sjóða algengan mat, t. d. fisk og kartöflur og búa til ágætis kaffi. En hann sagði við okkur systurnar: „Ég kann ekki að búa til kaffi nema fyrir tvo.““ Nú búa samvinnumenn að Hamragörðum. Þar hafa þeir fengið aðstöðu, sem er öllu þeirra félagsstarfi ómetanleg lyftistöng og stuðlar að þeirri kynningu og samkennd, sem einkennir samvinnuhugsjónina. En þykir þeim, sem þessu húsi unnu sem einkaheimili, að nú sé hún Snorrabúð stekk- ur? Systurnar svara: „Eitt af því, sem mjög einkenndi þetta hús, var hinn listræni blær þess í gerð og búnaði. f holinu var til dæmis rautt, þykkt gólfteppi, sem náði upp stigann alla leið upp á loft. í strigakróknum var rauður setbekkur og lítið borð í stíl fyrir framan, lampi og stytta af dansmey. Handriðið 30
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans
https://timarit.is/publication/1410

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.